Nýtt ár hefst af krafti hjá okkur hjá ÍA því á næsta miðvikudag (9. janúar) Fáum við Jóhannes Guðlaugsson til að segja frá því hvernig hægt sé að nýta verkefnið „Sýnum Karakter“ betur í þjálfun. Jóhannes Guðlaugsson er Skagamaður og yfirþjálfari hjá ÍR en hann hefur nýtt mörg verkfæri og verkefni „Sýnum karakter“ í þjálfun. […]
Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness 2018
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins á Akranesi 2018 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson varð annar í kjörinu og Stefán Gísli Örlygsson skotíþróttamaður varð þriðji. Þetta er í sjöunda sinn sem Valdís Þóra er efst í þessu kjöri komst […]
Myndarlegur stuðningur Skagans og Þorgeirs & Ellerts til ÍA annað árið í röð
Fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og starfsmenn þeirra hafa enn á ný sýnt íþróttaiðkun barna og unglinga á Akranesi mikla velvild með því að styðja ÍA um þrjár milljónir króna. Á árinu 2018 var þremur milljónum úthlutað úr sjóði sem fyrirtækin lögðu fjármuni til og verður nú sama upphæð til skiptanna til að […]
Þrettándagleði og Íþróttamaður Akraness
Þrettándabrennan verður haldin sunnudaginn 6. janúar við þyrlupallinn á Jaðarsbökkum. Blysför hefst kl. 17 við Þorpið, Þjóðbraut 13. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 17:30. Að því loknu býður ÍA gestum í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem val á Íþróttamanni Akraness 2018 verður tilkynnt.
Jólakveðja frá ÍA
Val á Íþróttamanni Akraness 2018
Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2018. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í íbúagátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. desember til 2. janúar. Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli og skal […]
Ferðasjóður íþróttafélaga
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis 9. janúar 2019. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma. Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um […]
Upplýsingar vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar
Hér fyrir neðan erum við búin að safna saman nokkrum tenglum á ágæta bæklinga um nýju persónuverndarlöggjöfina. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur innihald þeirra en bæklingana og annan fróðleik má finna á heimasíðu Persónuverndar www.personuvernd.is Hver eru þín einkamál https://www.personuvernd.is/einstaklingar/fraedsluefni/baeklingur-einkamal-ungmenna Þínar upplýsingar – þín réttindi https://www.personuvernd.is/einstaklingar/fraedsluefni/baeklingur-almenningur Vinnsluaðilar https://www.personuvernd.is/fyrirtaeki-og-stjornsysla/fraedsluefni/baeklingur-vinnsluadilar Persónuvernd barna https://www.personuvernd.is/einstaklingar/fraedsluefni/baeklingur-personuvernd-barna
Fréttabréf KAK nóv 2018
Hér er fréttabréf KAK í nóv 2018 Fréttabréf nóvember 2018
Akraneskaupstaður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Akraneskaupstaður auglýsir eftir styrkumsóknum til menningar- og íþróttaverkefna á árinu 2019. Við mat og afgreiðslu styrkja til menningarverkefna verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni sem vinna að markmiðum Menningarstefnu Akraness sem var samþykkt fyrr á árinu. Við mat og afgreiðslu styrkja til íþróttaverkefna verður lögð áhersla á að styrkja verkefni sem efla íþróttastarf á […]