Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga

Nokkur aðildarfélög ÍA bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga. Upplýsingar eru að koma inn þessa dagana en á skagalif.is má sjá hvað verður í boði auk nánari upplýsinga um skráningar.   Skoða hvað er í boði í sumar   Tökum þátt og verðum með    

Vorhreinsun í dag 8. maí kl. 17:00

Við minnum á vorhreinsunina í dag. Helstu atriðin að hafa í huga eru: Byrjum kl. 17:00 við Íþróttahúsið Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina Jaðarsbökkum Verið í gulum vestum eða áberandi klædd og gott að vera með ÍA húfu Við afhendum poka í boði Gámaþjónustu Vesturlands og ekki þarf að flokka, bara plokka Einnota hanskar fyrir þá sem vilja […]

Vorhreinsun á Akranesi

Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn frá síðasta ári og taka höndum saman og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju þann 8. maí. Við ætlum að byrja kl. 17:00 og vera að til kl. 18:30. Við munum skipta bænum niður í svæði sem við úthlutum þeim félögum/flokkum/hópum sem hafa áhuga á að vera með. […]

Tveir samningar undirritaðir við Akraneskaupstað

Á 75. ársþingi Íþróttabandalags Akraness sem fór fram þann 11. apríl síðastliðinn undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Marella Steinsdóttir formaður ÍA tvo samninga milli Akraneskaupstaðar og ÍA, annars vegar heildarsamning um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og ÍA og hins vegar um leigu og rekstur heilsuræktarstöðvar í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og á Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Samningarnir […]

75. Ársþingi ÍA lokið

75. Ársþing ÍA var haldið í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum fyrr í kvöld. Þingforseti var kjörinn Hörður Ó. Helgason. Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2018 var lögð fram af formanni ÍA, Marellu Steinsdóttur, og má skoða hana hér. Fram kom að rekstur ÍA og aðildarfélaga er með miklum ágætum og mikillar bjartsýni gæti með framhaldið, sérstaklega þegar […]

Hjólað í vinnuna

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. – 28. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 24. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.  Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. […]

Akraneskaupstaður styrkir íþróttatengd verkefni

Á dögunum veitti Akraneskaupstaður styrki til íþrótta- og menningartengdra verkefna að að fjárhæð 7,2 m.kr. Sextán íþróttatengd verkefni fengu styrk og er markmið Akraneskaupstaðar ð styðja við grasrótarstarf á sviði menningar- og íþróttamála á Akranesi. Slíkir styrkir eru gríðalega mikilvægir fyrir allt íþrótta- og forvarnarstarf og er Akraneskaupstað þakkað fyrir sitt framlag Styrkir til íþróttatengdra […]

Tólf félög hlutu styrk úr styrktarsjóð Skagans 3X og Þorgeirs & Ellerts hf

Úthlutað hefur verið úr styrktarsjóð Skagans 3X og Þorgeirs & Ellerts hf fyrir árið 2019. Fulltrúar í sjóðsstjórn hafa yfirfarið fyrirliggjandi umsóknir í samræmi við markmið sjóðsins sem er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra afreksmanna er keppa undir merkjum ÍA, þar sem horft er til allra aðildarfélaga ÍA og bæði stúlkna […]

ÍA á verðlaunapalli á Bikarmeistaramóti Íslands

Bikarmeistarmót Íslands fór fram um helgina. Undankeppni fyrir flokka B og C voru haldin á Smiðjuloftinu á Akranesi og áttu Skagamenn góðu gengi að fagna. Sex klifrarar komust áfram í úrslit sem haldin voru í Klifurhúsinu í Reykjavík. Í úrslitum í stúlknaflokki C klifruðu Skagastúlkur vel og hafnaði Sylvía Þórðardóttir í öðru sæti með tvo […]

Svefn og íþróttir – hádegisverðarfundur

Miðvikudaginn 20. mars kl.12-13 verður haldinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í samvinnu við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Yfirskrift hádegisfyrirlestursins er svefn og íþróttir. Talsverð umræða hefur verið um mikilvægi svefns fyrir almenning en hann er enn mikilvægari þegar að horft er til íþróttafólks sem er í íþróttum til […]