ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Akraneskaupstaður styrkir íþróttatengd verkefni

Akraneskaupstaður styrkir íþróttatengd verkefni

05/04/19

dsc01102

Á dögunum veitti Akraneskaupstaður styrki til íþrótta- og menningartengdra verkefna að að fjárhæð 7,2 m.kr. Sextán íþróttatengd verkefni fengu styrk og er markmið Akraneskaupstaðar ð styðja við grasrótarstarf á sviði menningar- og íþróttamála á Akranesi. Slíkir styrkir eru gríðalega mikilvægir fyrir allt íþrótta- og forvarnarstarf og er Akraneskaupstað þakkað fyrir sitt framlag

Styrkir til íþróttatengdra verkefna voru eftirfarandi:

 • Brynhildur Traustadóttir Sundfélagi Akraness hlýtur styrk til að mæta kostnaði við ferðir á æfingar í 50 m. laug á höfuðborgarsvæðinu kr. 200.000.
 • Brynjar M. Ellertsson Badmintonfélagi Akraness hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir kr. 200.000.
 • Matthías Leó Sigurðsson Keilufélagi Akraness hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir kr. 200.000.
 • Þjótur hlýtur styrk við íþróttastarf fatlaðra á Akranesi kr. 300.000.
 • Hnefaleikafélagið hlýtur styrk til að fjárfesta í búnaði sem nýtist öllum iðkendum félagsins til æfinga kr. 100.000.
 • Badmintonfélagið hlýtur styrk til kaups á strengingarvél fyrir iðkendur félagsins kr. 321.690.
 • Keilufélagið hlýtur styrkur upp í kaup á Specto upptökuvél sem nýtist til að taka upp hvert kast iðkenda. kr. 200.000.
 • Klifurfélagið hlýtur styrk til kaupa á falldýnu sem mun nýtast til að mun auka öryggi iðkenda við klifur kr. 300.000.
 • Pílufélagið hlýtur styrk til búnaðarkaupa fyrir nýstofnað félag á Akranesi kr. 50.000.
 • ÍA hlýtur styrk til að greiða niður kostnað við að bjóða félögum innan bandalagsins upp á fría þjónustu sérhæfðs íþróttasálfræðings kr. 450.000.
 • ÍA hlýtur styrk upp í kaup á lyftingaáhöldum í Akraneshöll fyrir íþróttahópa innan ÍA kr. 200.000.
 • Kári hlýtur styrk til að hefja uppbyggingu á starfi yngri iðkenda í félaginu frá 10 ára aldri og yngri kr. 200.000.
 • Sundfélagið hlýtur styrk til að byggja upp deild með sundknattleik kr. 150.000.
 • Körfuknattleiksfélagið hlýtur styrk til að bjóða upp á hugarþjálfun fyrir iðkendur í 7.-10. bekk kr. 200.000.
 • Sundfélagið hlýtur styrk til að mæta útlögðum kostnaði vegna æfinga í 50 metralaug á höfuðborgarsvæðinu fyrir íslandsmeistaramót  kr. 204.160.
 • FIMA hlýtur styrk til að nýta markþjálfun meðal iðkenda til að draga úr brottfalli eldri iðkenda kr. 500.000.

 

Frétt um styrkveitinguna á vef Akraneskuapstaðar 

Edit Content
Edit Content
Edit Content