Lærdómssamfélagið Akranes, 2. október
Þann 2. október næstkomandi verður haldið íbúaþing sem hefur fengið heitið „Lærdómssamfélagið Akranes” og verður haldið í húsakynnum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þingið mun fjalla um mennta- og frístundamál og hvað felst í því að búa í lærdómssamfélagi. Boðið verður upp á stutta fyrirlestra, málstofur og svo í lokin verður farið í umræður í hópum. […]
Reynisrétt í hressandi haustveðri
Vel mætt í strandgönguna
Um 40 manns mættu í fræðandi strandgöngu með þeim Önnu Bjarnadóttur og Hallberu Jóhannesdóttur miðvikudaginn 11. september sl. Gangan hófst við listaverkið “Himnaríki” sem staðsett er rétt innan við Höfða og var gengið meðfram ströndinni að tjaldstæðinu við Kalmansvík. Strandgangan var önnur af fjórum lýðheilsugögnum í september.
Fyrsti fundur stýrihóps um Heilsueflandi samfélag á Akranesi
Bæjarstjórn Akraness samþykkti fyrr á árinu að innleiða verkefnið Heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis og Íþróttabandalag Akraness. Þann 2. september sl. kom stýrihópur verkefnisins á Akranesi saman til fyrsta fundar. Í stýrihópnum eru: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, tengiliður Akraneskaupstaðar við verkefnastjóra Katrín Leifsdóttir, fullrúi grunnskólanna Ívar Orri Kristjánsson, […]
BeActive dagurinn nk. laugardag, 7. september
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) fer fram í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja […]
Góð mæting í fyrstu lýðheilsugönguna af fjórum
Góð mæting var í fyrstu lýðheilsugöngu haustsins á Akranesi í fallegu veðri miðvikudaninn 4. september sl. Þar fræddi Katrín Leifsdóttir göngumenn um Slögu, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness í Akrafjalli á meðan gengið var um svæðið. Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Göngurnar hefjast alltaf kl. […]
Haustfjarnám 2019 þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ
Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 23. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar […]
Lýðheilsugöngur á Akranesi
Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund fyrir göngugarpa að göngum loknum. Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum og gott er að hafa með sér vatn í brúsa. Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra […]
Einka- og hópþjálfun í þrekaðstöðu Jaðarsbökkum
Vissir þú að í þrekaðstöðunni á Jaðarsbökkum er boðið upp á margskonar hópatíma sem ættu að henta öllum. Tímarnir eru flestir á morgnana eða seinni partinn en á haustönn er boðið upp á: Morgunspinning, Spinning, Heilsurækt, Tabata, Foam Flex, Stöðvaþjálfun og Buttlift. Upplýsingar um námskeið, tímsetningar og þjálfara má sjá hér Hóptímaþjálfarar eru sjálfstætt starfandi […]
Áhugavert erindi um jákvæða íþróttamenningu
Dr. Chris Harwood, íþróttasálfræðingur og prófessor við Loughborough-háskóla í Bretlandi hélt erindi á ráðstefnunni Jákvæð íþróttamenning á vegum Sýnum karakter. Erindi hans hét: Performance, Development and Health in Young Athletes: Integrating the 5C’s approach. Chris Harwood, prófessor við Loughborough-háskóla. from Sýnum karakter on Vimeo.