ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Lærdómssamfélagið Akranes, 2. október

Lærdómssamfélagið Akranes, 2. október

22/09/19

#2D2D33

Þann 2. október næstkomandi verður haldið íbúaþing sem hefur fengið heitið „Lærdómssamfélagið Akranes” og verður haldið í húsakynnum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þingið mun fjalla um mennta- og frístundamál og hvað felst í því að búa í lærdómssamfélagi. Boðið verður upp á stutta fyrirlestra, málstofur og svo í lokin verður farið í umræður í hópum. Skráning hefur verið opnuð og mikilvægt er að þátttakendur skrái sig og velji tvær málstofur sem þeir vilja hlýða á (skrá hér: https://www.akranes.is/is/laerdomssamfelagid-akranes ). Fundarstjóri þingsins er Ársæll Már Arnarsson prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hér er viðburðurinn á facebook.

Dagskrá íbúaþingsins:

17:00 Setning þingsins
17:10 Oddný Sturludóttir aðjunkt á menntavísindasviði HÍ
17:45 Viktor Elvar Viktorsson íbúi, foreldri og fyrrum nemandi
18:00 Málstofur ( hver málstofa er í 15 mínútur og velja þátttakendur tvær við skráningu)

  • Grunnskóli: Framúrskarandi skólaumhverfi – markþjálfun og útikennsla.
  • Leikskóli: Styrkleikar leikskólanna á Akranesi – staðan og framtíðin.
  • Frístund: Tómstundamenntun og óformlegt nám.
  • Tónlistarskóli: Tónlist fyrir alla.
  • Fjölbrautaskóli Vesturlands: FVA og framtíðin.
  • Íþróttabandalag Akraness: ÍA og samfélagið.

18:45 Matarhlé. Boðið verður upp á súpu og brauð.
19:15-21:00 Umræður á borðum og samantekt.

Edit Content
Edit Content
Edit Content