ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

BeActive dagurinn nk. laugardag, 7. september

BeActive dagurinn nk. laugardag, 7. september

05/09/19

beactive

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) fer fram í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins: BeActive dagurinn eða hér.

Það verður mikið um að vera í Laugardalnum 7. september dag þar sem hægt verður að koma og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Aqua zumba, rathlaup, frisbígolf, frjálsíþróttir og ruðning svo fátt eitt sé nefnt. Svo verður Leikhópurinn Lotta á svæðinu og boðið verður upp á Topp og Kvennahlaup ásamt fleiri glaðningum. Að lokum fara svo allir á landsleikinn Ísland – Moldóva.

Dagskrá
10:00-10:30 Aqua Zumba í Laugardalslaug
10:30-11:15 Húllakennsla í anddyri Laugardalshallar
10:00-12:00 Parkour, við Ármannsheimilið
10:00-12:00 Haustmót Skautasambandsins í Skautahöllinni
10:00-13:00 Old boys mót á Þróttaravellinum
10:00-13:30 Krikket í Laugardalshöllinni
10:00-14:00 Frisbígolf á torginu hjá Grasa- og Húsdýragarði
10:00-14:00 Rathlaup á torginu hjá Grasa- og Húsdýragarði
11:30-12:00 Leikhópurinn Lotta í anddyri Laugardalshallar
12:00-14:00 Frjálsar, opin æfing í Laugardalshöllinni
13:00-13:30 Qigong og Tai chi, við Þvottalaugarnar
13:00-15:00 Götuhokkí á bílastæði fyrir framan Laugardalshöll
13:30-15:00 Hjólaferð í vagni frá Þróttaraheimilinu
14:00-16:00 Handstöðu- og movement í júdósal Ármanns
14:00-15:30 Ruðningur á TBR vellinum
14:30-15:15 Zumba í Laugardalshöllnni
16:00-18:00 Ísland – Moldóva á Laugardalsvelli

Vefsíða Beactive.is

Edit Content
Edit Content
Edit Content