Veffréttabréf ÍSÍ

Veffréttabréf ÍSÍ er komið út Þar kennir að venju ýmissa grasa þó að umfjöllun um COVID-19 beri hæst.  

Þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ í fjarnámi

Fjarnám 1. 2. og 3. stigs verður í boði núna í apríl sem er óvenjulegt en gert í ljósi þess að nemendur hafi hugsanlega góðan tíma til að sinna náminu þessa dagana. Námið hefst mánudaginn 20. apríl. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið […]

Að vinna saman er árangur

Kæru félagar Nú berast fregnir af því að við séum um það bil hálfnuð með samkomubannið en á þeim tíma höfum við orðið vitni að ótrúlegri samvinnu, elju og hugmyndaauðgi þjálfara, iðkenda og stjórnenda hjá ÍA. Framundan eru hins vegar vikur sem gætu reynst erfiðar ef spár um hámark sjúkdómsins rætast. Í seinni hálfleik er […]

Tilmæli til íþróttafélaga frá ÍSÍ og UMFÍ varðandi endurgreiðslu æfingagjalda

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna af völdum kórónafaraldursins, takmarkana á skólahaldi og samkomubanns sem veldur því að íþróttastarf liggur niðri hafa vaknað spurningar um endurgreiðslu æfingagjalda íþróttafélaga. ÍSÍ og UMFÍ hafa leitað ráðgjafar varðandi endurgreiðslu æfingagjalda. Samkvæmt álitinu eru þessar aðstæður sem nú eru uppi dæmi um ytri atvik sem ekki voru fyrirséð og ekki unnt […]

Gildistími afsláttarkorta framlengdur

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt beiðni ÍA og forstöðumanns íþróttamannvirkja, að framlengja gildistíma þjónustukorta sem gilda í íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar, um þann tíma sem nemur gildistíma samkomubanns stjórnvalda. Sjá frétt á akranes.is  

Íþróttamannvirki og þrekaðstaða lokuð

Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða eftirfarandi íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar lokuð frá og með 24. mars nk. ·      Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum ·      Akraneshöll ·      Íþróttahúsið við Vesturgötu ·      Jaðarsbakkalaug ·      Guðlaug, við Langasand ·      Bjarnalaug Lokunin varir á meðan samkomubann er í gildi í landinu. Þessi lokun gildir einnig fyrir þrekaðstöðu ÍA.

Íþróttaiðkun trans barna

Út er kominn bæklingur um íþróttaiðkun trans barna, en á síðustu árum hefur þó nokkur fjöldi barna á öllum aldri verið að stíga fram sem trans. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu. Bæklingurinn er hugsaður til upplýsinga fyrir foreldra, […]

Allt íþróttastarf fellt niður um óákveðinn tíma

Í dag, 20. mars bárust yfirlýsingar frá heilbrigðisráðuneyti í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti og frá ÍSÍ og UMFÍ varðandi íþróttastarfsemi á landinu á meðan á farsótt stendur. Akraneskaupstaður og ÍA vilja að öllu leyti fara að tilmælum þessara aðila og sóttvarnarlæknis og því mun formlegt íþróttastarf á Akranesi falla niður um óákveðinn tíma. Tilkynningu […]

Ársþingi ÍA frestað

Ársþingi ÍA sem vera átti fimmtudaginn 2. apríl hefur verið frestað um óákveðinn tíma.