ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Allt íþróttastarf fellt niður um óákveðinn tíma

Allt íþróttastarf fellt niður um óákveðinn tíma

20/03/20

Ía fáni

Í dag, 20. mars bárust yfirlýsingar frá heilbrigðisráðuneyti í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti og frá ÍSÍ og UMFÍ varðandi íþróttastarfsemi á landinu á meðan á farsótt stendur.

Akraneskaupstaður og ÍA vilja að öllu leyti fara að tilmælum þessara aðila og sóttvarnarlæknis og því mun formlegt íþróttastarf á Akranesi falla niður um óákveðinn tíma.

Tilkynningu ÍSÍ og UMFÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ http://isi.is/frettir/frett/2020/03/20/Allt-ithrottastarf-fellur-nidur/ en í henni kemur m.a. fram að:

  • hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur
  • hlé verði einnig gert á starfi fullorðinna sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar
  • sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir
  • í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa
  • tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir
  • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treystir því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður
  • félög haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum

 

Að teknu tilliti til þessara tilmæla sjá Akraneskaupastaður og ÍA, f.h. aðildarfélaga sinna sér ekki fært annað en að fella niður ótímabundið, allt formlegt íþróttastarf á Akranesi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content