Nemendum sem stunda íþróttir líður betur

Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar 2020 kemur m.a. fram að 61% nemenda í efstu bekkjum grunnskóla æfi með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna. Að auki vinni þeir nemendur sem alast upp í skipulögðu íþróttastarfi […]

Domino’s styður við ÍA!

Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn ÍA 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann IA þegar pantað er á vef/appi Þar að auki mun Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til ÍA. Góð leið til að styrkja ÍA og gefa eldamennskunni frí um […]

Íþróttabandalag Akraness er fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Á 76. Ársþingi ÍA tók Íþróttabandalag Akraness við viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi og var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur og gildir til tveggja ára. Til að gerast Fyrirmyndarhérað þarf meðal annars að útbúa handbók […]

Bandalagsmerki ÍA veitt á 76. Ársþingi ÍA

Bandalagsmerki ÍA má veita aðilum sem starfað hafa vel fyrir bandalagið svo og þeim sem félagsstjórnir ÍA telja ástæðu til að heiðra eða veita viðurkenningu fyrir störf tengd íþróttamálum Íþróttabandalag Akraness veitti tólf einstaklingum Bandalagsmerki ÍA fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi. Þau sem heiðruð voru eru eftirtalin: Ása Hólmarsdóttir, Brandur Sigurjónsson, Brynjar […]

Starf framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Akraness laust til umsóknar

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) auglýsir til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri bandalagsins. Starfið felur í sér samstarf við 19 aðildarfélög ÍA, ÍSÍ, UMFÍ, sérsambönd og Akraneskaupstað svo eitthvað sé nefnt. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á íþróttastarfi og er tilbúinn til að taka […]

Ný framkvæmdastjórn ÍA

Á 76. Ársþingi ÍA urðu nokkrar breytingar á stjórn. Dýrfinna Torfadóttir, Tjörvi Guðjónsson og Svava Huld Þórðardóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Hallbera Jóhannesdóttir gaf ekki kost á sér til setu í varastjórn. Gísli Karlsson var valinn í aðalstjórn en hann hafði áður verið í varastjórn en auk hans taka Hrönn […]

76. Ársþing ÍA haldið í Tónbergi

76. Ársþing ÍA var haldið í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness fyrr í kvöld en þinginu hafði verið frestað sökum samkomubanns. Þingforseti var kjörinn Hörður Ó. Helgason. Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2019 var lögð fram af formanni ÍA, Marellu Steinsdóttur, og má skoða hana hér. Þær breytingar urðu á stjórn ÍA að Dýrfinna Torfadóttir, Tjörvi Guðjónsson og […]

Kvennahlaup á Akranesi 13. júní

Kvennhlaup á Akranesi verður hlaupið frá Akratorgi þann 13. júní kl. 11:00 Vegalengdir sem eru í boði eru: 2 km. og 5 km. Forsala á Tix.is og er hægt að velja um að greiða eingöngu fyrir hlaup eða fyrir hlaup og kvennahlaupsbol. Frítt verður í sund í Bjarnalaug frá 10 – 16 fyrir þátttakendur. Þátttökugjald:    […]