Á 76. Ársþingi ÍA urðu nokkrar breytingar á stjórn. Dýrfinna Torfadóttir, Tjörvi Guðjónsson og Svava Huld Þórðardóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Hallbera Jóhannesdóttir gaf ekki kost á sér til setu í varastjórn.
Gísli Karlsson var valinn í aðalstjórn en hann hafði áður verið í varastjórn en auk hans taka Hrönn Ríkharðsdóttir og Erla Ösp Lárusdóttir sæti í aðalstjórn. Ný í varastjórn voru kjörin þau Líf Lárusdóttir og Trausti Gylfason.
Ný stjórn hefur þegar haldið sinn fyrsta fund og hafa skipt með sér verkum:
Marella Steinsdóttir, formaður
Hörður Ó Helgason, varaformaður
Hrönn Ríkharðsdóttir, gjaldkeri
Gísli Karlsson, ritari
Erla Ösp Lárusdóttir, meðstjórnandi.
Trausti Gylfason og Líf Lárusdóttir, varamenn.

Hörður Helgason, Marella Steinsdóttir, Gísli Karlsson, Trausti Gylfason, Hrönn Ríkharðsdóttir og Erla Ösp Lárusdóttir. Á myndina vantar Líf Lárusdóttur.