ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Starf framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Akraness laust til umsóknar

Starf framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Akraness laust til umsóknar

15/06/20

Ía fáni

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) auglýsir til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri bandalagsins. Starfið felur í sér samstarf við 19 aðildarfélög ÍA, ÍSÍ, UMFÍ, sérsambönd og Akraneskaupstað svo eitthvað sé nefnt.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á íþróttastarfi og er tilbúinn til að taka virkan þátt í starfsemi bandalagsins.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 29. júní 2020. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Sótt er um á Alfred.is og skal umsókn innihalda starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið er á finna á Alfred.is.

Edit Content
Edit Content
Edit Content