ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

LOKUN Á HLUTA ÍÞRÓTTAHÚSSINS VIÐ VESTURGÖTU VEGNA ÓFULLNÆGJANDI LOFTGÆÐA

LOKUN Á HLUTA ÍÞRÓTTAHÚSSINS VIÐ VESTURGÖTU VEGNA ÓFULLNÆGJANDI LOFTGÆÐA

20/09/23

20221205_104701


Ath. Eftirfarandi fréttartilkynning er tekin af akranes.is

Lokun á hluta íþróttahússins við Vesturgötu vegna ófullnægjandi loftgæða

Fyrir liggur minnisblað Verkís um úttekt á húsnæði íþróttahússins við Vesturgötu sem framkvæmd var nú í september 2023.

Úttektin leiddi í ljós ófullnægjandi rakavarnarlag í þaki, ónýtt byggingarefni í neðri hluta þaks, gaflveggjum og í veggjum ofan við áhorfendastúku. Einnig kemur fram að loftræsingu salarins er ábótavant. Hér er hægt að lesa minnisblaðið í heild sinni.

Ljóst er að framundan er viðamikið verk við endurhönnun og framkvæmdir við íþróttahúsið sem ná til alls hússins að undanskildu suðuranddyri, búningsklefum, fimleikahúsi og Þekju.

Tekin hefur verið ákvörðun um að ráðast strax í endurbætur og loka íþróttasal og kjallara hússins frá og með fimmtudeginum 21. september n.k. Búið verður þannig um væntanlegt framkvæmdarsvæði að hægt verður að halda áfram starfsemi í fimleikahúsi og Þekju, ásamt því að nýta búningsklefa og anddyri við fimleikahús (suðuranddyri).

Náið samráð verður haft við forsvarsmenn notenda hússins við gerð aðgerðaráætlunar þar sem markmiðið er að halda áfram úti skóla- og íþróttastarfi sem fram hefur farið í húsinu, á verktímanum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og útfærslu verða sendar til þeirra sem málið varðar af skólastjórnendum, framkvæmdarstjóra ÍA og forstöðumanni íþróttamannvirkja og íþróttamála.

Bæjaryfirvöld munu á næstunni vinna að nákvæmri tímalínu, hönnun og útboði í tengslum við endurbæturnar á íþróttahúsinu en leitast verður við að stytta verktímann eins og kostur er. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem þær liggja fyrir.

Edit Content
Edit Content
Edit Content