UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ 1.-4. ÁGÚST

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina, 1.-4. ágúst. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í FJÖLSKYLDUNNI Dagskrá Unglingalandsmótsins er afar fjölbreytt. Alls eru 18 keppnisgreinar í boði auk ýmisskonar afþreyingar og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Hér er að finna dagskrá keppnisgreina, afþreyingar og skemmtunar fyrir alla daga mótsins. Dagskráin […]

Sprækir Skagamenn: Heilsuefling á efri árum

Nú á vordögum var tekið fyrsta skref í átt að heilsueflingu fyrir eldri íbúa á Akranesi þegar fyrsti hópur byrjaði í styrktarþjálfun á vegum Akraneskaupstaðar í samstarfi við ÍA. Styrktarþjálfunin fer fram einu sinni í viku í húsnæði Sjúkraþjálfunar Akraness undir handleiðslu íþróttafræðinga og er um tilraunaverkefni að ræða fyrst um sinn. Starfshópur um stefnumótun […]

Íþróttamaður Akraness 2023 Tilnefningar

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2023. Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með sama sniði og seinast en  streymt verður í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. […]

Ráðstefna: Vinnum gullið – dagskrá og streymi

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir […]

Syndum – Landsátak í sundi 2023

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) vekur athygli á að Syndum – landsátak í sundi verður sett með formlegum hætti miðvikudaginn 1. nóvember kl. 09:30 í Sundlaug Kópavogs. Syndum sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir er heilsu- og hvatningarátak í sundi sem stendur frá 1.- 30. nóvember.  Markmiðið með Syndum er […]

LOKUN Á HLUTA ÍÞRÓTTAHÚSSINS VIÐ VESTURGÖTU VEGNA ÓFULLNÆGJANDI LOFTGÆÐA

Ath. Eftirfarandi fréttartilkynning er tekin af akranes.is Lokun á hluta íþróttahússins við Vesturgötu vegna ófullnægjandi loftgæða Fyrir liggur minnisblað Verkís um úttekt á húsnæði íþróttahússins við Vesturgötu sem framkvæmd var nú í september 2023. Úttektin leiddi í ljós ófullnægjandi rakavarnarlag í þaki, ónýtt byggingarefni í neðri hluta þaks, gaflveggjum og í veggjum ofan við áhorfendastúku. Einnig […]

Hreyfivika á Akranesi 23.-30. september

Hreyfivika ÍSÍ í samstarfi við ÍA og Heilsueflandi samfélag Akranes Dagana 23. september til 30. september 2023 verður Hreyfivika ÍSÍ haldin með pompi og prakt á Akranesi. ÍA og Heilsueflandi samfélag Akranes munu bjóða upp á margvíslega dagskrá þessa daga sem hvetur fólk til hreyfingar og hugsar til langtíma um heilsuna. Skemmtilegir viðburðir verða í […]

Fimleikafélag ÍA – Æfingatafla Haustönn’23

Við getum loksins birt stundatöfluna okkar fyrir Haustönn 2023. *Stundataflan er birt með fyrirvara um breytingar. Allar æfingar fara fram í fimleikasalnum í Íþróttahúsinu við Vesturgötu nema íþróttaskólinn er í íþróttasalnum. Nánari upplýsingar veitir Eyrún Reynisdóttir framkvæmdastjóri (eyrun@ia.is) / Þórdís Þöll Þráinsdóttir yfirþjálfari (thordis@ia.is) Skráning fer fram í gegnum sportabler síðu félagsins www.sportabler.com/shop/ia/fimia