ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fréttir af reiðnámskeiðum hjá Dreyra.

Fréttir af reiðnámskeiðum hjá Dreyra.

20/06/17

20170427_180456

Í vetur/vor hafa verið haldin 4 reiðnámskeið hjá Dreyra. Námskeiðin hafa verið ólík  en  hentað knöpum  af öllum stærðum, og  ólíkum aldri en reynt að koma til móts við þarfir og óskir allra.   Yngsti þátttakandinn var 4 ára og sá elsti 62 ára.

Námskeiðshaldið hófst um miðjan mars þegar að reynsluboltinn og stórknapinn Daníel Jónsson var með reiðnámskeið í reiðhöllinni á Litlu-Fellsöxl (Skipaskagi) í Hvalfjarðarsveit.  Þangað sóttu 10 Dreyrafélagar sem hvað duglegastir hafa verið í keppnum og í sýningu kynbótahrossa.

Í mars byrjaði Knapamerkjanámskeið nr. I sem var haldið í reiðhöllinni í Skáney í Reykholtsdal. Þangað fóru í 10 skipti 6 Dreyrakrakkar á aldrinum 12-14 ára.  Knapamerkjanámskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og er lokið með prófi sem okkar krakkar kláruðu með sóma. Sjá frétt : http://ia.is/2017/03/15/.      Á Skáney fengu krakkarnir  hesta lánaða fyrir námið sem sparaði hestakerruflutning á þessari 70 km leið sem er á milli Akraness og Skáneyjar. Hver þátttakandi ferðist því um 1.400 km sem er meira en lengd hringvegarins.!  Mikið hefði nú verið gott að geta haldið svona námskeið í okkar  eigin reiðskemmu á Æðarodda.! Það hefði sparað tugi klukkutíma í akstri og eldsneytiskostnað.

 Krakkanámskeið Dreyra  í aðstöðu Hestamiðstöðvarinnar Borgartúns.

Í apríl  hófst svo  námskeið fyrir yngstu og óvönustu knapanna  á aldrinum 4 til 12 ára. Kennari var Helena Bergström grunnskólakennari og  Dreyrafélagi.  Það voru 12 krakkar sem tóku þátt  í 5 skipti og fengu allra yngstu þátttakendurnir aðstoð frá foreldrum við að styðja og teyma. Kennt var bæði í  kennslugerðinu þegar að veður leyfði og einnig í reiðskemmu Hestamiðstöðvarinnar Borgartúns á Æðarodda 36 þegar að tvíbókvað var í reiðtímum í gerðinu.  Knapar og foreldrar voru kát að loknu námskeiðinu.

Krakkanámskeið úti í kennslugerðinu á góðviðrisdegi.

Einnig hófst í apríl  námskeið  með reiðkennaranum Lindu Rún Pétursdóttur og stóð námskeiðið fram undir lok maí með hléum.  Fresta þurfti kennsluhaldi í nokkur skipti vegna veðurs og í eitt skipti var námskeiðið fært í  Borgartúnsreiðskemmu þegar veðrið var hvað  leiðinlegast.  Alls tóku 15 Dreyrafélagar þátt í þessu námskeiði  á öllum aldri og var sá yngsti 10 ára.  Mikil ánægja var með námskeiðið og Lindu Rún reiðkennara.

Reiðennarinn Linda Rún  og einbeittur  10 ára nemandi.

 Er svona æfinga- og kennsluaðstaða boðleg?   Svar: NEI. Okkur bráðvantar almennilega reiðskemmu!

Linda Rún  er þessa dagana að  undirbúa keppendur Dreyra í yngri flokkum (börn, unglingar og ungmenni) fyrir keppni á Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið er í Borgarnesi 28.júní – 2. júlí.

Dreyri  færir Hestamiðstöðinni í Borgartúni  bestu þakkir fyrir að bregðast fljótt og vel við óskum um húsaskjól og aðstöðu fyrir reiðtíma með skömmum fyrirvara  🙂

Einnig vill Dreyra þakka þátttakendum  reiðnámskeiðunum (og reiðkennaranum) sem fóru fram í kennslugerðinu fyrir þolinmæði og sveigjanleika við að finna tímasetningar fyrir reiðtíma sem þurfti endurtekið að fresta vegna veðurs.

Edit Content
Edit Content
Edit Content