Landsleikur í körfubolta: Ísland – Tyrkland

Stelpurnar okkar munu spila gegn Tyrklandi á heimavelli sunnudaginn 12. nóvember!  Leikurinn verður í Ólafssal í Hafnarfirði kl. 18:30. Aðgangur er ókeypis í boði Lykils.Við hvetjum öll til að mæta og styðja stelpurnar okkar. Leikurinn verður einnig sýndur á RÚV2 fyrir þá sem komast ekki á leikinn. Áfram Ísland  #FyrirÍsland

Ráðstefna: Vinnum gullið – dagskrá og streymi

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir […]

Syndum – Landsátak í sundi 2023

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) vekur athygli á að Syndum – landsátak í sundi verður sett með formlegum hætti miðvikudaginn 1. nóvember kl. 09:30 í Sundlaug Kópavogs. Syndum sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir er heilsu- og hvatningarátak í sundi sem stendur frá 1.- 30. nóvember.  Markmiðið með Syndum er […]

Skriðsundnámskeið hefst 10. október

Sundfélag Akraness mun bjóða upp á skriðsundnámskeið frá 10. okt – 3. nóv.Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum á Jaðarsbökkum (Jaðarsbakkalaug) Byrjendur: 19.10-19.50Framhald  19.50-20.30 Þjálfari: Guðrún Carstensdóttir Skráning: sportabler Verð: 16.000Ef lámarksfjöldi skráninga næst ekki fyrir námskeið fellur námskeiðið niður og þeir sem hafa þá greitt, fá endurgreitt. Skriðsund er skemmtilegt og hratt sund sem gaman er að […]

LOKUN Á HLUTA ÍÞRÓTTAHÚSSINS VIÐ VESTURGÖTU VEGNA ÓFULLNÆGJANDI LOFTGÆÐA

Ath. Eftirfarandi fréttartilkynning er tekin af akranes.is Lokun á hluta íþróttahússins við Vesturgötu vegna ófullnægjandi loftgæða Fyrir liggur minnisblað Verkís um úttekt á húsnæði íþróttahússins við Vesturgötu sem framkvæmd var nú í september 2023. Úttektin leiddi í ljós ófullnægjandi rakavarnarlag í þaki, ónýtt byggingarefni í neðri hluta þaks, gaflveggjum og í veggjum ofan við áhorfendastúku. Einnig […]

Hreyfivika á Akranesi 23.-30. september

Hreyfivika ÍSÍ í samstarfi við ÍA og Heilsueflandi samfélag Akranes Dagana 23. september til 30. september 2023 verður Hreyfivika ÍSÍ haldin með pompi og prakt á Akranesi. ÍA og Heilsueflandi samfélag Akranes munu bjóða upp á margvíslega dagskrá þessa daga sem hvetur fólk til hreyfingar og hugsar til langtíma um heilsuna. Skemmtilegir viðburðir verða í […]

Vorsýning Fimleikafélagsins

Vorsýning Fimleikafélags ÍA verður haldin laugardaginn 3. júní í Fimleikahúsinu við Vesturgötu.Iðkendur og þjálfarar hafa unnið hörðum höndum að sýningunni og hlakka mikið til til að sýna afraksturinn. Í þetta skiptið mun þema sýningarinnar vera: Umhverfis jörðina á 80 dögum. Allir iðkendur félagsins, 5 ára og eldri, koma fram í sýningunni.Við hvetjum því alla foreldra, […]

Sumarnámskeið Fimleikafélagsins

Það verður nóg í boði hjá okkur í sumar fyrir börn á öllum aldri Fimleika- & Parkour Sumarleikjanámskeið fyrir börn fædd 2015-2017 Sumar Fimleikar fyrir börn fædd 2013-2014 & 2010-2012 Sumar Parkour fyrir börn fædd 2013-2014 & 2010-2012 Trampolín-námskeið fyrir börn fædd 2010-2014 Minnum á Tvennutilboðið okkar á Sumar Fimleika- & Parkournámskeiðum ef bæði námskeið […]

Þing ÍA var haldið 25.apríl s.l.

Ársþing ÍA var haldið 25. Apríl síðast liðinn í Tónbergi sal Tónlistarskólans. Þing ÍA hafa verið haldin í þessum sal síðustu ár og er mikil ánægja stjórnar ÍA með þennan sal. Þingið gekk vel að mati stjórnar ÍA, þó svo að nokkur atriði fyrir þing hafi ekki alveg gengið upp eins og áætlanir gerðu ráðfyrir […]

Handboltaæfingar á Akranesi

HSÍ – Hanknattleikssamband Íslands í samstarfi við ÍA og íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar verða með kynningu á handbolta næstu sunnudaga og bjóða upp á æfingar fyrir börn á grunnskólaaldri. Æfingar fara fram í Íþróttahúsinu á Vesturgötu og verður um tvo aldurshópa að ræða til að byrja með 1 til 4. bekkur kl. 14:00 til 15:00 5. til […]