Vorsýning Fimleikafélags ÍA verður haldin laugardaginn 3. júní í Fimleikahúsinu við Vesturgötu.
Iðkendur og þjálfarar hafa unnið hörðum höndum að sýningunni og hlakka mikið til til að sýna afraksturinn.
Í þetta skiptið mun þema sýningarinnar vera: Umhverfis jörðina á 80 dögum.
Allir iðkendur félagsins, 5 ára og eldri, koma fram í sýningunni.
Við hvetjum því alla foreldra, systkini, ömmur og afa og annað fimleikaáhuga fólk til að koma og sjá iðkendur leika listir sínar.
Sýningarnar verða þrjár þetta árið:
Sýning 1 hefst kl. 11:00*
Sýning 2 hefst kl. 12:45*
Sýning 3 hefst kl. 14:30*
*ATH*
Allir hópar sýna á öllum sýningum nema þeir allra yngstu:
8 flokkur sýnir aðeins á sýningu 1
7 flokkur sýnir á sýningu 2 og 3
P5 sýnir á sýningu 1 og 2
P4 sýnir a sýningu 2 og 3
Verðskrá:
Fullorðnir (12 ára og eldri): 1.500 kr
Börn (3-11 ára): 1.000 kr
Miðasala er hafin á TIX.is og hvetjum við alla til að kaupa miða þar:
https://tix.is/is/event/15499/vorsyning-fimleikafelags-ia/
Eftir sýningarnar 1 og 2 verða seldar grillaðar pulsur, gos og svalar líkt og í fyrra.
Sýningin okkar er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið og viljum við þakka öllum sem koma að henni kærlega fyrir sitt framlag.
Sérstakar þakkir fá Kjarnafæði, Kallabakarí og E. Finnson fyrir stuðninginn í ár sem og fyrri ár.