Bresi á Öldung

Um síðustu helgi fór fram Öldungamót BLÍ. Að þessu sinni var mótið haldið á Seyðisfirði og Egilsstöðum. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri lið mætt á mótið og var leikið í níu kvennadeildum og fimm karladeildum (103 lið). Bresi sendi tvö lið að þessu sinni og léku þau í 3. og 4. deild. Í þriðju deild […]

Bresi í 6.sæti í 2.deild suður.

Bresi hefur lokið keppni á Íslandsmótinu í blaki þetta árið. Bresi lék í 2.deild kvenna suður en sú deild er spiluð í tveimur 5 liða riðlum. Endaði Bresi í 3. sæti í sínum riðli og lék um 5 sæti við lið HK B. Spilaðir voru tveir leikir – heima og heiman. Fimmtudaginn 12.mars var leikið […]

BRESAMÓTIÐ UM HELGINA

Bresamótið í blaki er haldið laugardaginn 7. mars í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Leikir byrja kl. 8:30 og síðasti leikur er skráður kl.18:30.Það eru 22 kvennalið sem mæta til leiks – konur á öllum aldri. Opið ,,kaffihús” veðrur á staðnum þar sem boðið verður upp á ýmsar kræsingar. Allir velkomnir og auðvitað kostar ekkert inn.

Bresi lék í 2. og 3.deild um helgina

Það var mikið um að vera hjá konunum í Bresa s.l. helgi. Föstudag og laugardag tók Bresi þátt í öðrum riðli 3. deildar sem fram fór í Ólafsvík. Liðið spilaði sex leiki og vann tvo. Tveir af þeim fjórum leikjum sem töpuðust fóru í odd og tapaði Bresi naumlega. Á sunnudaginn var leikur í 2. […]