Það var mikið um að vera hjá konunum í Bresa s.l. helgi. Föstudag og laugardag tók Bresi þátt í öðrum riðli 3. deildar sem fram fór í Ólafsvík. Liðið spilaði sex leiki og vann tvo. Tveir af þeim fjórum leikjum sem töpuðust fóru í odd og tapaði Bresi naumlega.
Á sunnudaginn var leikur í 2. deild en þá fékk Bresi lið Stjörnunnara í heimsókn að Jaðarsbökkum. Stjarnan vann leikinn 0:3 (12:25,16:25 og 21:25).
Næsti leikur í 2. deild verður laugardaginn 28.febrúar í íþróttahúsi KHÍ en þá mætir Bresi liði ÍK.
Hið árlega Bresamót verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu laugardaginn 7. mars.