Æfingar hefjast að nýju
Æfingar hjá Karatefélagi Akraness hefjast að nýju eftir gott jólafrí miðvikudaginn 8. janúar. Æfingatímar eru þeir sömu og fyrir jólafrí að því undanskyldu að meistaraflokkur æfir núna á miðvikudögum frá 18-20 og á föstudögum frá 17-19. Æfingar fara sem áður fram í speglasalnum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Verð fyrir önnina er 19:500 krónur fyrir […]
Tannburstasala og nýir búningar
Karatefélag Akraness ætlar að selja glæsilega umhverfisvæna bambus tannbursta í fjáröflun félagsins. Stakur tannbursti kostar 1000 krónur, tannburstahlustur kostar 1500 krónur og settið saman er á 2500. Gert ráð fyrir að andvirði sölunnar fari í sjóð fyrir iðkendur sem nýttur verður í félagsstarf og ferðakostnað. Gert er ráð fyrir að hver iðkandi selji minnst 5 […]
Frábær árangur hjá iðkendum KAK og annað á döfinni
Iðkendur frá Karatefélagi Akraness tóku þátt í Grand Prix móti í KATA um helgina. Óli og Kristrún stóðu sig ótrúlega vel og Kristrún hlaut silfur fyrir frammistöðu sína og Óli brons. Helgina þar á undan kepptu Adam og Theodór í Fjörkálfamóti í Kumite. Adam fékk silfur fyrir frammistöðuna og Theodór hlaut brons. Síðasta sunnudag bauð […]
Hópkataæfingar annann hvern sunnudag
Næstu vikur býður Karatefélagið upp á hópkataæfingar annann hvorn sunnudag fram að jólafríi. Iðkendur með appelsínugult belti og hærra eru hvattir til að nýta sér æfingarnar. Æfingarnar fara fram milli 11 og 12 í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum. Næstu æfingar eru 17. nóvember, 1. desember og 15. desember. Foreldrar barna sem taka þátt í hópkataæfingunum geta gengið […]
Fjörkálfamót í kumite 2. nóvember
Laugardaginn 2. nóvember býðst iðkendum Karatefélags Akraness, 11 ára og yngri, að taka þátt í Fjörkálfamóti í kumite. Keppt er í tveimur aldursflokkum og mótið er eingöngu opið iðkendum með appelsínugult belti eða hærra. Þetta er í fyrsta skipti sem Karatefélag Akraness tekur þátt í móti í kumite. Óli og Kristrún, aðstoðarþjálfarar, verða liðsstjórar á […]
Opin æfing hjá Breiðabliki 10. nóv
Karatedeild Breiðabliks býður iðkendum Karatefélags Akraness á opna æfingu 10. nóvember. Æfingin hefst klukkan 12 og sameiginlegur þjálfari Breiðabliks og karatefélags Akraness, Villi, mun sjá um æfinguna. Krakkarnir ættu því að vera eins og heima hjá sér. Foreldrar og forráðamenn þurfa að keyra börnunum sjálfir á æfinguna. Með því að mæta á opna æfingu hjá […]
Innanfélagsmót í KATA 13. október og vetrarfrí
Sunnudaginn 13. október næstkomandi verður innanfélagsmót í KATA hjá Karatefélagi Akraness. Mótið verður í stóra sal íþróttahússins á Jaðarsbökkum og stendur frá 12:00 til um það bil 14:00. Eftir mótið verður keppendum boðið upp á pizzu og leiki. Gert er ráð fyrir að öllu verði lokið um 15:30. Mótið er skemmtimót þar sem krakkarnir kynnast […]
Æfingar á Vesturgötunni og breyttur æfingatími á föstudögum
Æfingar Karatefélagsins munu færast aftur í húsnæði Íþróttahússins á Vesturgötu næsta miðvikudag, 9. október. Eins og áður verður æft í speglasalnum í kjallara íþróttahússins. Einnig verður sú breyting á að æfingatími allra flokka á föstudögum hliðrast um einn klukkutíma. Æfingar byrja fyrr á föstudögum. Þannig byrjar karateskólinn klukkan 14:10 og hver flokkur fylgir á eftir. […]
Æfingatafla haustið 2019
Æfingar verða á Jaðarsbökkum í græna sal og parket sal. Þjálfari hittir krakka við búningsklefa í kjallara íþrótthússins á Jaðarsbökkum og leiðbeinir þeim í réttan sal. Gengið er inn á hlið íþróttahússins við Jaðarsbakka, dyrnar við stóra ÍA-merkið. Nýjum iðkendum er bent á að hægt er að koma í fría prufutíma í karate, eftir það […]
Gjaldskrá KAK haustið 2019
HÓPUR ALDUR GJALD Karateskóli (byrjendur) 6-12 ára 19.500 Flokkur 2 (Gul belti) 6-12 ára 24.500 Flokkur 1 (Appelsínugult og upp) 6-12 ára 26.500 Meistaraflokkur 13+ ára 28.500 Innifalið í æfingagjaldi eru æfingatímar tvisvar í viku, belti sem barnið fær afhent við gráðun og við fyrstu gráðun fær barnið afhenta gráðunarbók.