Iðkendur frá Karatefélagi Akraness tóku þátt í Grand Prix móti í KATA um helgina. Óli og Kristrún stóðu sig ótrúlega vel og Kristrún hlaut silfur fyrir frammistöðu sína og Óli brons.
Helgina þar á undan kepptu Adam og Theodór í Fjörkálfamóti í Kumite. Adam fékk silfur fyrir frammistöðuna og Theodór hlaut brons.
Síðasta sunnudag bauð Breiðablik iðkendum úr Karatefélagi Akraness á vinaæfingu. Þrátt fyrir dræma veðurspá voru þó nokkrir iðkendur sem gerðu sér ferð í Kópavoginn til að taka þátt og skemmta sér. Eftir æfinguna var boðið upp á pizzur. Almenn ánægja var með þátttökuna og þakkar Karatefélag Akraness Breiðabliki fyrir skemmtilega æfingu og góðan félagsskap.
Á döfinni:
Á döfinni hjá Karatefélaginu er svo tannburstasalan og búningamátun 20. nóvember, hópkataæfingar fyrir appelsínugul belti og upp á sunnudögum. 15. nóvember verða æfingabúðir fyrir elsta hópinn (meistaraflokkur) með John Sensei.
Í byrjun desember verður Fjörkálfamót í KATA sem iðkendur frá KAK hafa tekið þátt í. Það verður auglýst síðar.
13. desember verður gráðun, en hún verður auglýst frekar síðar.
Einnig minnir stjórnin foreldra á að greiða æfingagjölin í NÓRA, en forsenda fyrir gráðun iðkanda er að greidd hafi verið æfingagjöld.