ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Æfingar að nýju og gráðun

Æfingar að nýju og gráðun

07/05/20

Karate

Æfingar hófust aftur hjá Karatefélagi Akraness 6. maí. Þjálfarar vilja koma til skila miklu hrósi fyrir frábæra þátttöku í heimaæfingum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel. Æfingatímar verða eins og í stundatöflu núna þegar æfingar hefjast aftur. Fyllst hreinlætis er gætt á æfingum, til dæmis þvo krakkarnir hendurnar áður en þau fara inn á æfingu.

Karatefélagið ætlar að bjóða upp á aukaæfingar til að bæta upp fyrir þær sem töpuðust vegna samkomubannsins. Gert er ráð fyrir að einum tíma í viku verði bætt við fram að annarlokum frá miðjum maí. Aukatímar verða auglýstir frekar síðar.

Önninni í karate mun einnig ljúka töluvert síðar en á venjulegu ári. Gráðun verður 19. júní og vegna samkomubanns og óvissu vegna COVID-19 verður ekkert lokahóf hjá félaginu. Í staðinn verður bara almennilegt partý þegar önnin hefst að nýju næsta haust.

Edit Content
Edit Content
Edit Content