Einar Örn kraftlyftingamaður Akraness 2011

Kraftlyftingafélag Akraness hefur valið Einar Örn Guðnason sem kraftlyftingamann Akraness 2011. Einar Örn hefur keppt á fjórum mótum á árinu: Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu, íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum, bikarmóti í kraftlyftingum og evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Northumberland á Englandi.

Gleðilegt nýtt ár

UMF Skipaskagi óskar félagsmönnum sínum og velunnurum gleðiríks árs og farsældar á nýju ári. Þökkum sérstaklega góðar óskir á 50 ára afmælinu. Hlökkkm til að sjá ykkur á æfingum og mótum árið 2012. Íslandi allt !

Bikarkeppni 16.lið

Í gær mættust ÍA og ÍR-M í 16.liða úrslitum Bikarkeppni liða. Leikar fóru þanning að ÍA (845-861-806=2512) vann auðveldan sigur ÍR-M (537-662-618=1817). Magnús Guðmundsson spilaði best skagamanna eða 724 (223-245-256). Hjá ÍR-M spilaði best Einar Sigurður Sigurðsson 506 (150-178-178) ‘ÍA er þá komin áfram í 8.lið úrslit sem fer fram þann 24 janúar

Tvö íslandsmet á bikarmóti í kraftlyftingum

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðinn laugardag. Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness setti tvö íslandsmet, annars vegar í hnébeygju þar sem að hann setti íslandsmet unglinga þegar hann lyfti 280 kg og hins vegar í bekkpressu þar sem að hann tvíbætti íslandsmetið í unglingaflokk þegar hann lyfti fyrst 207,5 […]

Opna Akraness mótið

Björn, Steinþór, Björn Guðgeir Þá er Opna Akraness mótinu lokið og komu úslitinn eftir mikla baráttu þar sem menn skiftu oft um sæti. Lokastaða í mótinu er að Steiþór Jóhannsson vann enn hann spilaði 1316. Í öðru sæti var Björn Guðgeir Sigurðsson sem spilaði 1287 og átti hann jafnframt hæðsta leikinn sem var 275. Og […]

Nýtt merki Kraftlyftingafélags Akraness

Kraftlyftingafélag Akraness hefur loksins eignast sitt eigið merki en félagið hefur verið starfandi merkislaust í 2 ár. Merkið vísar í senn til eins helsta kennileitis bæjarins, þ.e. styttuna af sjómanninum á torginu, og kraftlyftingaíþróttarinnar. Merkið teiknaði Jökull Freyr Svavarsson.

Ný stjórn UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörin formaður UMFÍ til næstu tveggja ára á 47. Sambandsþingi UMFÍ sem lauk á Akureyri í gærkvöldi. Sex einstaklingar voru kosnir í stjórn. Nýir inn í aðalstjórn UMFÍ eru Stefán Skafti Steinólfsson, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Haukur Valtýsson, Ungmennafélagi Akureyrar, Jón Pálsson, Ungmennasambandi Kjalarnesþings og Bolli Gunnarsson Héraðssambandinu Skarphéðni. Þær Björg Jakobsdóttir og […]

Sambandsþing UMFÍ

47 sambandsþing UMFÍ verður haldið í menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina. Samtals eiga 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu frá 18 héraðssamböndum og 10 félögum með beina aðild líkt og okkur hjá USK. Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson mun ávarpa þingið. Einnig mun Mogens Kirkeby forseti ISCA sitja þingið. Sjá nánar á www.umfi.is

Æfingatímar hjá USK Frjálsar

Æfingar eru eftirtalda daga: mánudaga,miðvikudaga,og fimmtudaga í Akraneshöll kl: 17:30-19:00. Föstudaga í Íþróttahúsi á Jaðarsbökkum frá 17:30-18:30. Þjálfarar eru Uche og Gyða og þjálfa þau í viku til skiftis. Æfingagjöld eru kr 8000 til áramóta (4 mán) og eftir áramót kr 10.þús til 1 ágúst. (7 mán) Sjáumst hress.