Ný gestabók á Guðfinnuþúfu.

Ungmennafélagið Skipaskagi tekur þátt í verkefninu” Fjölskyldan á fjallið “með UMFÍ. Föstudaginn 22 júní gekk vaskur hópur á Guðfinnuþúfu í góðu veðri og setti nýja gestabók í kassann. USK hvetur sem flesta til að hreyfa sig,ganga sér til heilsubótar og skemmtunar.

Aldrei of seint að byrja að keppa aftur

Helgi Sigurðsson USK sem verður 75 ára í sumar keppti í 100 metra bringusundi á Landsmóti 50+ . Helgi stóð sig vel og hreppti annað sæti í flokki 75-79 ára karla. Helgi sló til með skömmum fyrirvara að keppa,svona til að athuga hvar hann stæði. Hann var að vonum ánægður með silfrið og er strax […]

Keppendur USK standa sig vel á Landsmóti 50+

Landsmót UMFÍ 50+ fór vel af stað í blíðskaparveðri í Mosfellsbænum í morgun. Keppendur frá Skipaskaga kepptu meðal annars í Boccia,og kúluvarpi og stóðu sig vel. Sumir voru að keppa í fyrsta skifti og keppnisgleðin skein úr hverju andliti.

Skráningum á Landsmót 50+ lýkur um helgina !

Skagamenn og nærsveitungar,verið dugleg að skrá ykkur á landsmótið 50+ í Mosfellsbæ sem er helgina 8-10 júní næstkomandi. Lítið er um skráningar í knattspyrnu og væri ekki úr vegi fyrir okkar góðu kempur að draga fram skóna og skella í lið. USK hvetur alla til að vera með í góðum félagsskap og ekki skemmir fyrir […]

Skráning hafin á Landsmót 50+

Helgina 8. – 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ. Allir geta tekið þátt í mótinu óháð félagi. Mótið er íþrótta – og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp […]

Úrslit frá Danmörku

Þrír keppendur frá hnefaleikafélagi Akraness tóku þátt í hnefaleikakeppnum í Danmörku síðastliðna helgi ásamt keppendum frá hnefaleikafélaginu Æsir. Frá HAK fóru þeir, Guðmundur Bjarni Björnsson, Eyþór Helgi Pétursson og Arnór Már Grímsson, ásamt Þórði Sævarssyni, þjálfara. Fyrri keppnin var á vegum BK Örnen í Nakskov og þar mætti fyrst Eyþór Helgi Emill Lynggaard. Eins og […]

Hnefaleikafélag Akraness á faraldsfæti.

Næstkomandi helgi leggja þrír hnefaleikakappar frá Akranesi í sína aðra keppnisferð á árinu til útlanda. Fyrir skemmstu voru HAK-menn í Nuuk á Grænlandi og nú er röðin komin að danaveldi. Þeir Guðmundur Bjarni Björnsson, Eyþór Helgi Pétursson og Arnór Már Grímsson taka þátt í tveimur keppnum dagana 4 og 5 maí. Fyrri keppnin er haldin […]

ÍA – Lærlingar í kvöld kl: 19:00

Nýkrýndir deildarbikarmeistarar ÍA mæta Lærlingum í kvöld í seinni leik undanúrslitum Íslandsmótsins í keilu. Leikurinn fer fram í keilusalnum í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst kl: 19:00. Allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Kominir í Úrslit

ÍA vann Lærlinga 11 – 9 í æsispennandi leik og vann því samanlagt 24 – 16. ÍA er því komið í Úrslit og mun mæta ÍR KLS.