Fjölmenn Jónsmessuganga 2016

Jónsmessugangan í ár var tvískipt. Vaskur 15 manna hópur undir forystu Jóhönnu Hallsdóttur og Ernu Haraldsdóttur gekk á Háahnjúk og 33 gengu um Akranes og fræddust um sögu og örnefni á leiðinni, en sú ganga var leidd af Rannveigu Lydiu Benediktsdóttur og Guðna Hannessyni. Að göngu lokinni skelltu margir sér í flot og pottinn í […]

Jónsmessuganga á Akranesi

Jónsmessuganga á Akranesi verður fimmtudaginn 23. júní nk. Tvær gönguleiðir verða í boði ( sjá mynd).  Þátttaka í fjallgöngunni er á eigin ábyrgð.  

Nýr íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness ráðinn

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir var í dag ráðin sem nýr Íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness. Mikill áhugi var á starfinu en alls sóttu 16 umsækjendur  um starfið. Hildur Karen tekur við starfinu af Jóni Þór Þórðarsyni en hann starfaði sem íþróttafulltrúi ÍA í áratug og þökkum við honum kærlega fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Hildur Karen er […]

Kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA þriðjud 7.júní nk. kl: 20:00 í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum

Opinn kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA verður þriðjudaginn 7.júní nk. kl: 20:00 í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum. Allir velkomnir, einkum iðkendur sem eru að klára 10. bekk ásamt forráðamönnum þeirra. Kynnt verða helstu atriði varðandi afreksíþróttasviðið og einnig munu iðkandi og þjálfari koma og segja frá sinni reynslu af síðasta vetri. Allar nánari upplýsingar veitir Helgi Magnússon, […]

Kvennahlaupið á Akranesi 4. júní kl: 10:30 á Akratorgi

Hlaupið laugardaginn 4. júní kl: 10:30 Hlaupið frá Akratorgi, Zumba upphitun er fyrir hlaup og léttar veitingar að loknu hlaupi. Forsala í Íþróttamiðstöðinni og morguninn fyrir hlaup á Akratorgi. Þátttökugjald kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri – kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri (bolur fylgir þátttökugjaldi. Hlaupaleiðir (Ræst á Akratorgi) 2 km: Hlaupið […]

Helga Sjöfn kjörin formaður ÍA á 70 ára afmælisþingi ÍA

72. ársþing ÍA fór fram þann 3 maí sl. Þingið var vel sótt enda fagnar ÍA 70 ára afmæli á þessu ári. ÍA kórinn söng 2 lög í tilefni af afmælinu og einnig komu Símon og Halla fram og tóku 2 lög. Sigurður Arnar og Helga Sjöfn gerðu í sameiningu grein fyrir ársskýrslu ÍA og […]

Opið mót á Garðavelli sunnudaginn 24. apríl 2016

Stóra opna skemmumótið verður á Garðavelli sunnudaginn 24. apríl í boði Verkalýðsfélags Akraness og völlurinn lokaður vegna þess til kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Ræst er út frá kl. 9: 00 – 14:00. Glæsileg verðlaun verða í boði og eru félagsmenn og aðrir hvattir til að taka þátt því veðurspáin er góð með norðlægri eða […]

Garðavöllur tímabundið opin 23. – 24. apríl 2016

Veður undanfarna daga hefur verið gott og völlurinn okkar tekið vel við sér og er ástand vallarins gott miðað við árstíma. Garðavöllur verður tímabundið opin um helgina 23. – 24. apríl 2016 fyrir félagsmenn og opið mót sem haldið verður á sunnudeginum. Frekari opnun vallarins verður ákveðin í lok sunnudagssins 24. apríl og verður tilkynning […]

Síðasti vinnudagur laugardaginn 16. apríl 2016

Síðasti vinnudagur á Garðavelli þetta vorið verður laugardaginn 16. apríl 2016 frá kl. 9 – 12 og er ætlunin m.a. að ljúka við að tyrfa svæðið á 15. / 16. braut, raka til í sandgryfjum og ljúka almennri tiltekt á vellinum. Mæting verður áfram í vélaskemmu þar sem verkefnum verður úthlutað. Að sögn Brynjars vallarstjóra […]