ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Nýr íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness ráðinn

Nýr íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness ráðinn

10/06/16

Mynd 1

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir var í dag ráðin sem nýr Íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness. Mikill áhugi var á starfinu en alls sóttu 16 umsækjendur  um starfið. Hildur Karen tekur við starfinu af Jóni Þór Þórðarsyni en hann starfaði sem íþróttafulltrúi ÍA í áratug og þökkum við honum kærlega fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins.

Hildur Karen er 45 ára gömul, gift Gunnari H. Kristinsssyni og eiga þau saman þrjú börn, Kristin Gauta 21 árs, Júlíu Björk 18 ára og Pétur Stein 5 ára. Hildur Karen er fædd og uppalin í Bolungarvík en hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi í 17 ár.

Hildur Karen hefur gríðarlega mikla þekkingu og reynslu innan íþróttahreyfingarinnar en hún hefur starfað fyrir félagið bæði sem kennari, þjálfari og foreldri. Hún hefur komið víða við innan íþróttabandalagsins m.a. setið í stjórn og varastjórn ÍA til nokkurra ára. Hildur Karen hefur þjálfað sund fyrir alla aldurshópa hjá sundfélagi ÍA í 17 ár.  Hún hefur séð um og stjórnað sundskóla fyrir börn á aldrinum 3 mánaða- 6 ára, verið með sundnámskeið fyrir fullorðna og hefur haft umsjón með samfloti fyrir almenning. Hildur Karen er grunnskólakennari og hefur sérhæft sig í að samþætta hreyfingu og almenna kennslu m.a. með hreyfistundum, útgáfu námsefnis  og er sjálf í teymi heilsueflandi grunnskóla.  Hildur Karen hefur einnig unnið mikið fyrir Akraneskaupstað en hún hefur m.a. setið í Barnaverndarnefnd Akraneskaupstaðar, verið formaður tómstunda- og forvarnarnefndar, verið í starfshóp um umferðaröryggisáætlun og um íþrótta- og æskulýðsmál á Akranesi.

Hildur Karen hefur mikinn áhuga á íþróttum en hún var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum. Hún hefur mikinn metnað fyrir öllu sem viðkemur lýðheilsu á Akranesi. Hildur Karen er drífandi, jákvæð og góð fyrirmynd. Hún mun án efa efla íþróttastarfið á Akranesi og vonum við í framkvæmdastjórn ÍA að samstarfið verði farsælt.

Mynd 2Mynd 1

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content