Klifuræfingar hefjast 29. ágúst

Opnað hefur verið fyrir skráningu í klifur fyrir haustönn og hefjast æfingar formlega þriðjudaginn 29. ágúst. Æfingatafla er að myndast og verður sem hér segir (með fyrirvara um smávægilegar breytingar): 1-2 bekkur þriðjud og fimmtud 14.20-15.00 3-4 bekkur: þriðju og fimmtud 15.00-16.00 5-7 bekkur: þriðju og fimmtud 16.00-17.00, +1 aukaæfing föstudag eða laugardag 8 bekkur […]

Þjálfaramenntun ÍSÍ – Haustfjarnám 2017 – 1. og 2. stig

Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til […]

Íslandsmót golfklúbba: góður árangur eldri kylfinga og yngri sveita

Íslandsmót golfklúbba fór fram helgina 19. og 20. ágúst og var þetta seinni keppnishelgin af tveimur nú í ágúst.

Leynir sendi sveit eldri kylfinga í karla flokki til keppni í 2.deild og fór keppnin fram í Sandgerði. Sveit Leynis endaði í 4.sæti.

Leynir sendi sveit 18 ára og yngri og fór keppnin fram á Hellu. Sveitin endaði í 9.sæti.

Leynir sendi tvær sveitir 15 ára og yngri og fór keppnin fram í Mosfellsbæ. Sveitir Leynis enduðu í 3.sæti og 12.sæti.

Haraldarbikarinn 2017 – úrslit

Haraldarbikarinn var haldinn helgina 19. – 20. ágúst á Garðavelli og tóku þátt um 35 kylfingar.
Keppnisfyrirkomulag var höggleikur með og án forgjafar þar sem í boði var að spila 2 x 18 holur og betri hringur taldi. Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Höggleikur með forgjöf (sjávarfang og gjafabréf)
1.sæti Hörður Kári Jóhannesson, 69 högg
2.sæti Emil Kristmann Sævarsson, 71 högg (betri á seinni níu með hálfri forgjöf skv.skilmálum GSÍ)
3.sæti Vilhjálmur E Birgisson, 71 högg
Höggleikur án forgjafar (sjávarfang og gjafabréf)
1.sæti Bjarki Georgsson 75 högg
Nándarmælingar (sjávarfang)
Laugardagur
3.hola Bjarki Georgsson 5.6m
8.hola Davíð Búason 2.76m
14.hola “enginn mæling”
18.hola Alfreð Þór Alfreðsson 4.9m
Sunnudagur
3.hola Jón Smári Svavarsson 4.28m
8.hola Einar Jónsson 45cm
14.hola Kristinn Jóhann Hjartarson 2.12m
18.hola Alexander Eiríksson 1.14m
Vinnningshafar geta sótt gjafabréf á skrifstofu GL frá og með mánudeginum 21. ágúst. Sjávarfangi verður keyrt út til vinningshafa vikuna 21. – 28. ágúst.
Golfklúbburinn Leynir þakkar kylfingum þátttökuna og HB Granda fyrir stuðninginn við mótið.

Leikdagur í 1. deild kvenna

Á morgun, föstudaginn 18. ágúst, munu stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna heimsækja Selfoss í næsta leik sínum í 1. deildinni.

Haraldarbikarinn 2017: skráning á golf.is

Haraldarbikarinn sem er eitt af elstu mótum Leynis verður haldið n.k. laugardag 19. ágúst og sunnudag 20. ágúst. Ræst er út frá kl. 8 – 10 báða dagana.
Leikfyrirkomulag er 18 holu höggleikur með og án forgjafar og geta kylfingar valið hvorn daginn þeir spila og mun betri hringur telja. Hámarksforgjöf karla er 28 og 36 hjá konum. Karlar leika af gulum teigum, karlar 65 ára og eldri, konur, og unglingar 12 ára og yngri leika af rauðum teigum teigum.
Glæsileg verðlaun fyrir 1. til 3. sæti með forgjöf og einnig 1.sæti án forgjafar. Nándarverðlaun á par 3 holum báða daga. Ekki er hægt að vinna til verðlauna bæð með og án forgjafar.
Skráning á golf.is
Athugið, eitt mótsgjald 3500 kr. sem gildir fyrir báða daga !