ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Pepsideild karla: ÍA-ÍBV á sunnudag kl. 16:00

Pepsideild karla: ÍA-ÍBV á sunnudag kl. 16:00

19/08/17

#2D2D33

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla taka á móti ÍBV í Pepsideildinni hér á Norðurálsvellinum, sunnudaginn 20. ágúst kl. 16:00.

Ef horft er til 10 síðustu viðureigna liðanna hefur ÍA unnið 6, ÍBV 3 og aðeins einu sinni hafa liðin skilið jöfn. Alls hafa verið skoruð 29 mörk í þessum leikjum og enginn þeirra hefur verið markalaus. Fyrir leikinn sitja liðin í tveimur neðstu sætum deildarinnar og því alveg ljóst að baráttan um stigin þrjú sem eru í boði verður hörð. Það er líka ljóst að Skagamenn ætla sér þessi stig og það verður ekkert gefið eftir.

Við höfum fundið fyrir gríðarlega góðum stuðningi í síðustu leikjum og hann er strákunum mikils virði. Stuðningsmönnum er því boðið í kaffi/djús og kökur á Aggapalli fyrir leikinn, frá kl. 15:15.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðsins, hafði þetta að segja fyrir leikinn: “Við þurfum að vera klárir í slagsmál gegn ÍBV. Bæði lið eru meðvituð um stöðu sína þegar í þennan leik er komið og það verður sótt til sigurs. Ég get alla vega lofað því að við munum selja okkur dýrt og við ætlum að ná í öll 3 stigin. Ég var gríðarlega ánægður með mætinguna hjá aðdáendum okkar í Grindavík og stuðningurinn var frábær. Ég skora á Skagamenn að mæta á völlinn og hjálpa okkur að ná þessum 3 stigum sem í boði eru.”

Fjölmennum á Norðurálsvöllinn og hjálpum strákunum að verja sæti sitt í Pepsideildinni næsta sumar.

Áfram ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content