ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu gegn ÍBV í fallbaráttuslag

Skagamenn töpuðu gegn ÍBV í fallbaráttuslag

20/08/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti ÍBV í sextándu umferð Íslandsmótsins sem fram fór við frábærar aðstæður á Norðurálsvelli.

Það er skemmst frá því að segja að Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir ógnuðu meira og fengu nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta. Á 37. mínútu komst ÍBV svo yfir þegar Brian McLean átti skalla sem Árni Snær Ólafsson missti klaufalega í markið.

Skagamenn voru frekar til baka í hálfleiknum og beittu skyndisóknum sem náðu sjaldan að ógna marki gestanna. ÍA fékk nokkur föst leikatriði og þar náðist að skapa ágæt tækifæri sem vörn ÍBV átti í stökustu vandræðum með en náði alltaf að bjarga á síðustu stundu. Staðan í hálfleik var því 0-1 fyrir gestina.

Eyjamenn hófu svo seinni hálfleikinn einnig af krafti. Þeir voru frekar til baka en héldu áfram að skapa sér góð marktækifæri með skyndisóknum sem vörn ÍA átti oft í vandræðum með.

Skagamenn fóru að komast meira í takt við leikinn eftir því sem leið á hann. Þeir náðu að skapa sér nokkur ágæt færi sem misfórust ávallt upp við vítateig ÍBV.

Á 80. mínútu vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson lenti í samstuði við Derby Carrillo markvörður ÍBV en dómari leiksins lét leikinn halda áfram, var ekki betur séð en það hefði klárlega verið hægt að dæma vítaspyrnu á markvörð gestanna í þessu tilfelli.

Skagamenn reyndu svo allt sem þeir gátu til að jafna metin undir lokin og í uppbótartíma átti Garðar Gunnlaugsson frábært skot sem Derby Carrillo náði að verja á ævintýralegan hátt.

Leikurinn endaði því með 0-1 sigri ÍBV og staða ÍA orðin verulega erfið í deildinni.

Það er þó ástæða til að þakka stuðningsmönnum ÍA sem fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Stuðningur ykkar er okkur öllum í félaginu mikils virði og samstaða er mikilvægari en nokkru sinni nú um stundir.

Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð Ólafur Valur Valdimarsson fyrir valinu. Hann fékk að launum gjafabréf frá UNO veitingastað í Reykjavík.

Næsti leikur ÍA er svo gegn Breiðablik sunnudaginn 27. ágúst kl. 18:00 á Kópavogsvelli.

Edit Content
Edit Content
Edit Content