HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

SKIPASKAGI

Æfingar hafnar í frjálsum íþróttum

Ungmennafélagið Skipaskagi verður með æfingar í frjálsum íþróttum á laugardögum í vetur. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og kostar ekkert fyrst um sinn. Fyrsta æfing var laugardaginn 8. október 2022 Æfingatímar: 15 ára og yngri: kl. 10:00 – 10:50 16 ára og eldri: kl. 11:00 – 12:00 Allir velkomnir

10/10/2022

#2D2D33

Samæfing á vegum SamVest  

Sjö héraðssambönd á vesturhluta landsins standa að samstarfi í frjálsum íþróttum undir heitinu SAMVEST og er Ungmennafélagið Skipaskagi (USK) á Akranesi aðili að þesu samstarfi. SAMVEST er með samstarfssamning við FH og verður fyrsta æfing ársins í Kaplakrika – föstudaginn 16. mars 2018 kl. ca. 17.00 – 20.00. Æfingin er fyrir 10 ára (árgangur 2008) og eldri...

13/03/2018

#2D2D33

Íþróttamaður Akraness 2012.

Kæru Akurnesingar og nærsveitungar,íþróttamaður Akraness verður valinn á morgun,þrettándanum. Þar á Jófríður Ísdís Skaftadóttir möguleika á titlinum,í glæsilegum hópi íþróttamanna. Mætum öll og styðjum við okkar flottu fyrirmyndir. Íslandi allt !

05/01/2013

#2D2D33

Unglingalandsmót á Selfossi 2012

Opið er fyrir skráningar á 15 unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Selfossi 3-5 ágúst n.k. Glæsileg aðstaða er á Selfossi og m.a. verður tekið í notkun nýtt og glæsilegt tjaldstæði. Keppnissvæðið er í hjarta bæjarins og stutt á milli svæða,tilvalið er að taka hjólið með sér. Keppnisgreinar verða eftirfarandi: Knattspyrna,körfubolti,frjálsar íþróttir,fimleikar,dans,motokross,hestaíþróttir,skák,golf,glíma,íþróttir fatlaðra,taekvondo og starfsíþróttir.

10/07/2012

#2D2D33

Ný gestabók á Guðfinnuþúfu.

Ungmennafélagið Skipaskagi tekur þátt í verkefninu” Fjölskyldan á fjallið “með UMFÍ. Föstudaginn 22 júní gekk vaskur hópur á Guðfinnuþúfu í góðu veðri og setti nýja gestabók í kassann. USK hvetur sem flesta til að hreyfa sig,ganga sér til heilsubótar og skemmtunar.

03/07/2012

#2D2D33

Aldrei of seint að byrja að keppa aftur

Helgi Sigurðsson USK sem verður 75 ára í sumar keppti í 100 metra bringusundi á Landsmóti 50+ . Helgi stóð sig vel og hreppti annað sæti í flokki 75-79 ára karla. Helgi sló til með skömmum fyrirvara að keppa,svona til að athuga hvar hann stæði. Hann var að vonum ánægður með silfrið og er strax...

10/06/2012

#2D2D33

Keppendur USK standa sig vel á Landsmóti 50+

Landsmót UMFÍ 50+ fór vel af stað í blíðskaparveðri í Mosfellsbænum í morgun. Keppendur frá Skipaskaga kepptu meðal annars í Boccia,og kúluvarpi og stóðu sig vel. Sumir voru að keppa í fyrsta skifti og keppnisgleðin skein úr hverju andliti.

08/06/2012

#2D2D33

Skráningum á Landsmót 50+ lýkur um helgina !

Skagamenn og nærsveitungar,verið dugleg að skrá ykkur á landsmótið 50+ í Mosfellsbæ sem er helgina 8-10 júní næstkomandi. Lítið er um skráningar í knattspyrnu og væri ekki úr vegi fyrir okkar góðu kempur að draga fram skóna og skella í lið. USK hvetur alla til að vera með í góðum félagsskap og ekki skemmir fyrir...

02/06/2012

#2D2D33
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content