Karatefélag Akraness

 

3 months ago
Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl | Íþróttabandalag Akraness

Minnum á skráningu á Fjörkálfanótið um helgina hérna: https://ia.is/2019/04/04/fjorkalfamot/

Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl 4 04 2019 | Karate Karatekrökkum frá Karatefélagi Akraness býðst að taka þátt Fjörkálfamóti í Kata sem karatefélög Þórshamars og Breiðabliks ... See more

3 months ago

Minnum á að æfingar eru á Jaðarsbökkum en ekki Vesturgötu á meðan framkvæmd stendur

3 months ago
Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl | Íþróttabandalag Akraness

https://ia.is/2019/04/04/fjorkalfamot/

Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl 4 04 2019 | Karate Karatekrökkum frá Karatefélagi Akraness býðst að taka þátt Fjörkálfamóti í Kata sem karatefélög Þórshamars og Breiðabliks ... See more

3 months ago

Æfingar karatefélagsins færast tímabundið yfir á Jaðarsbakka vegna framkvæmda við fimleikahúsið sem verið er að byggja við hlið íþróttahússins á Vesturgötu. Karateæfingar verða ... See more

3 months ago
Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA | Íþróttabandalag Akraness

https://ia.is/2019/03/30/skemmtilegt-innanfelagsmot-i-kata/

Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA 30 03 2019 | Karate Fjöldi iðkenda í Karatefélagi Akraness tóku þátt í innanfélagsmóti í KATA í dag. Keppt var í þremur flokkum og var iðkendum ... See more

3 months ago
Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA | Íþróttabandalag Akraness

https://ia.is/2019/03/30/skemmtilegt-innanfelagsmot-i-kata/

Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA 30 03 2019 | Karate Fjöldi iðkenda í Karatefélagi Akraness tóku þátt í innanfélagsmóti í KATA í dag. Keppt var í þremur flokkum og var iðkendum ... See more

3 months ago
Skráning á innanfélagsmót KAK

Laugardaginn 30. mars verður innanfélagsmót í KATA hjá KAK. Mótið hefst klukkan 14:00 og áætlað er að því ljúki klukkan 16:00. Krakkar sem vilja keppa mæta í aðalsalinn í ... See more

Blað1 Nafn,Litur á belti

4 months ago
Karatesamband Íslands

KAK á tvo fulltrúa í landsliðshópnum,sem fór til Svíþjóðar í dag. Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Ólafur Dan Brynjarsson.

Allt A-landsliðið og unglingalandsliðið í kata er á leið til Stokkhólms á Katapokalen, sterkt bikarmót í kata, og æfingabúðir með þrefalda heimsmeistaranum Mie Nakayama sensei. ... See more

4 months ago

Á öskudaginn verður fjör á æfingu og mega krakkarnir koma í öskudagsbúningum á æfingu ef þau vilja 🙂

4 months ago

Stundartafla vorið 2019

« 2 of 3 »

Lokaæfing 22. maí

Nú er gráðun lokið hjá Karatefélagi Akraness og sumarið nálgast óðfluga. Lokaæfing félagsins verður 22. maí næstkomandi. Börnin mæta á sama æfingatíma og áður. Þá gefst krökkunum tækifæri til að flagga nýjum beltum og kveðja Villa þjálfara með sumarkveðju að lokinni æfingu.

KAK tekur þátt í vorhreinsun

Í fyrra bauðst aðildarfélögum ÍA að hreinsa rusl í bænum gegn styrk. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í ár og taka höndum saman og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju þann 8. maí. KAK tekur þátt í verkefninu og vonast til að sem flestir foreldrar og börn mæti til að sýna samhug í verki.

Áætlað er að byrja að tína rusl klukkan 17:00 og gert er ráð fyrir að vera að til klukkan 18:30. Bænum verður skipt niður í svæði og hverju íþróttafélagi fyrir sig verður úthlutað svæði. Nánari upplýsingar um hvar KAK-félagar eiga að mæta kemur inn á Facebook-síðu félagsins.

Að loknum hreinsunardegi verður boðið upp á kakó og kleinur við Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum. Einnig verður frítt í sund fyrir alla sem taka þátt.

Átakið var reynt í fyrsta sinn á  síðasta ári og tókst heldur betur vel til en um 400 manns mættu til að fegra umhverfið á Akranesi og fékk ÍA umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar fyrir framtakið.

Keppendur frá KAK á Íslandsmeistaramóti í karate

Keppt var á Íslandsmeistaramóti í karate um helgina, 4.-5. maí. Karatefélag Akraness átti nokkra keppendur á mótinu. Keppendur frá Karatefélaginu stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel á mótinu

Gráðun Karatefélagsins 17. maí

17. maí verður gráðun í karatefélaginu klukkan 15:30-18. Gráðunin verður að þessu sinni í íþróttasalnum á Jaðarsbökkum. Foreldrum og öðrum velunnurum er velkomið að horfa á krakkana þreyta prófið.

Börnunum er skipt í þrjá hópa:

Byrjendur í karate (börn í karateskólanum): 15:30 – 16:30

Börn á framhaldsstigi í karate (þau sem hafa æft lengur ein eina önn): 16:30-18:00

Unglingahópur: 18:00-19:00

Eftir gráðunina dettur karate inn í sumarfrí og því verða engir tímar í karate eftir gráðunina. Karatefélagið þakkar kærlega fyrir önnina.

 

Íslandsmót í karate

Íslandsmót í karate verður haldið dagana 4.-5. maí. Keppt er í tveimur flokkum; flokki unglinga (12-17 ára) og flokki barna.

  • Íslandsmót unglinga verður haldið 4. maí í Smáranum í Kópavogi milli klukkan 10:00 og 15:00
  • Íslandsmót barna verður haldið 5. maí í Smáranum í Kópavogi milli klukkan 10:00 og 15:00

Skilyrði fyrir þátttöku er að greidd hafi verið æfingagjöld fyrir börnin. Karatefélagið stendur straum af kostnaði við þátttöku á Íslandsmótinu og því er mikilvægt að keppendur séu ekki skráðir á mótið nema öruggt sé um þátttöku.

Skráning fer fram í gegnum þetta skjal.

 

Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl

Karatekrökkum frá Karatefélagi Akraness býðst að taka þátt Fjörkálfamóti í Kata sem karatefélög Þórshamars og Breiðabliks standa fyrir laugardaginn 13. apríl næstkomandi. Mótið er fyrir keppendur sem eru fæddir árið 2008 og yngri. Mótið er æfingamót. Á Faebook-síðu viðburðarins segir að mótið sé tilvalið tækifæri fyrir krakkana að kynnast kata-keppni í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun og keppa fleiri en eina viðureign. Mótið er kjörið tækifæri fyrir þátttakendur að æfa kata undir gráðun.

Mótið fer fram í Smáranum í Kópavogi. Að lokinni keppni verður haldin páskagleði með pítsum og páskaeggjum.
Mótsgjöld eru 1500 krónur á hvert barn og greiðast frá hverju félagi fyrir sig. Þau standa straum af kostnaði við verðlaun og veitingar.

Karatefélag Akraness mun standa straum af kostnaði við þátttöku á mótinu. Skilyrði fyrir þátttöku er því að skráningargjöld hafi verið greidd í félagið fyrir önnina á skráningarvef NORA. Einnig brýnum við fyrir foreldrum og forráðamönnum að skrá ekki börnin til þáttöku nema öruggt sé að þau taki þátt, þar sem greiða þarf fyrir börn sem hafa verið skráð. Skráningarfrestur er til 8. apríl.

Í þessu skjali skráir þú þinn iðkanda til leiks í skemmtilegu Fjörkálfamóti!

Áætluð dagskrá

Árgangar 2010 og yngri
12:30 mæting
13:00-15:00 mót
15:00-16:00 páskafjör

Árgangar 2008 og 2009
15:30 mæting
16:00-18:00 mót
18:00-19:00 páskafjör