Karatefélag Akraness

 

1 week ago
Karatesamband Íslands

Helgina 13.-15. September verður haldið Smáþjóðamót í Laugardagshöllinni. Ísland er gestgjafi þetta árið og eigum við í KAK tvo keppendur í landsliðshópnum, þau Kristrúnu Báru og ... See more

Frábær æfing í morgun hjá katahópnum sem keppir á Smáþjóðamótinu.

3 weeks ago

Minnum á að æfingar hefjast í dag 28.ágúst 🙂

3 weeks ago

Þá er komið að því að hefja æfingar á ný eftir sumarfrí.

Æfingar hefjast hjá öllum flokkum miðvikudaginn 28.ágúst.

Skráning fer fram í nóra á www.ia.is.

Allir velkomnir, ... See more

3 weeks ago

4 months ago

Lokaæfing 22.maí

Nú er gráðun lokið hjá Karatefélagi Akraness og sumarið nálgast óðfluga. Lokaæfing félagsins verður 22. maí næstkomandi. Börnin mæta á sama æfingatíma og ... See more

4 months ago

Minnum á gráðun á föstudaginn 17.maí. Vegna lokunar sundlaugarinnar þá þarf að ganga inn íþróttahús megin (hjá stóra ÍA merkinu). Gráðun er haldin í stóra íþróttasalnum.

4 months ago
Gráðun 17.maí 2019

Vinsamlegast yfirfarið skráningu félagsins vegna gráðunar þann 17. maí nk. á ... See more

Blað1 Eftirfarnandi iðkendur eru skráðir í gráðun 17.maí 2019 A.T.H. aðeins þeir eru skráðir í gráðun sem hafa greitt æfingagjöld félagsins, vinsamlegst kannið hvort skráning sé ... See more

4 months ago
Not Found

Vinsamlegast yfirfarið skráningu félagsins vegna gráðunar þann 17. maí nk. á ... See more

4 months ago

Í dag eignaðist KAK tvo nýja svartbeltinga. Til hamingju Amalía og Kristrún Bára með árangurinn.

4 months ago

Gerum bæinn okkar hreinan.

KAK ætlar að hittast fyrir utan íþróttahúsið við Vesturgötu kl. 17:00

Veðurspáin er góð þannig að allt stefnir í flottan viðburð.

Helstu atriði ... See more

« 1 of 3 »

Æfingatafla haustið 2019

Æfingar verða á Jaðarsbökkum í græna sal og parket sal. Þjálfari hittir krakka við búningsklefa í kjallara íþrótthússins á Jaðarsbökkum og leiðbeinir þeim í réttan sal. Gengið er inn á hlið íþróttahússins við Jaðarsbakka, dyrnar við stóra ÍA-merkið.

Nýjum iðkendum er bent á að hægt er að koma í fría prufutíma í karate, eftir það fer skráning og greiðsla fram á NÓRA.

Karatefélagið ætti að geta endurheimt speglasalinn í október, ef framkvæmdir við fimleikahúsið ganga eftir áætlun. Tilkynnt verður um breyttan æfingasal þegar þar að kemur.

Kennt er á miðviku- og föstudögum milli 15:10 og 19:30

ÆFINGATAFLA HAUSTSINS 2019

 

Gjaldskrá KAK haustið 2019

HÓPUR ALDUR GJALD
Karateskóli (byrjendur) 6-12 ára 19.500
Flokkur 2 (Gul belti) 6-12 ára 24.500
Flokkur 1 (Appelsínugult og upp) 6-12 ára 26.500
Meistaraflokkur 13+ ára 28.500

Innifalið í æfingagjaldi eru æfingatímar tvisvar í viku,  belti sem barnið fær afhent við gráðun og við fyrstu gráðun fær barnið afhenta gráðunarbók.

Lokaæfing 22. maí

Nú er gráðun lokið hjá Karatefélagi Akraness og sumarið nálgast óðfluga. Lokaæfing félagsins verður 22. maí næstkomandi. Börnin mæta á sama æfingatíma og áður. Þá gefst krökkunum tækifæri til að flagga nýjum beltum og kveðja Villa þjálfara með sumarkveðju að lokinni æfingu.

KAK tekur þátt í vorhreinsun

Í fyrra bauðst aðildarfélögum ÍA að hreinsa rusl í bænum gegn styrk. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í ár og taka höndum saman og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju þann 8. maí. KAK tekur þátt í verkefninu og vonast til að sem flestir foreldrar og börn mæti til að sýna samhug í verki.

Áætlað er að byrja að tína rusl klukkan 17:00 og gert er ráð fyrir að vera að til klukkan 18:30. Bænum verður skipt niður í svæði og hverju íþróttafélagi fyrir sig verður úthlutað svæði. Nánari upplýsingar um hvar KAK-félagar eiga að mæta kemur inn á Facebook-síðu félagsins.

Að loknum hreinsunardegi verður boðið upp á kakó og kleinur við Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum. Einnig verður frítt í sund fyrir alla sem taka þátt.

Átakið var reynt í fyrsta sinn á  síðasta ári og tókst heldur betur vel til en um 400 manns mættu til að fegra umhverfið á Akranesi og fékk ÍA umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar fyrir framtakið.

Keppendur frá KAK á Íslandsmeistaramóti í karate

Keppt var á Íslandsmeistaramóti í karate um helgina, 4.-5. maí. Karatefélag Akraness átti nokkra keppendur á mótinu. Keppendur frá Karatefélaginu stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel á mótinu

Gráðun Karatefélagsins 17. maí

17. maí verður gráðun í karatefélaginu klukkan 15:30-18. Gráðunin verður að þessu sinni í íþróttasalnum á Jaðarsbökkum. Foreldrum og öðrum velunnurum er velkomið að horfa á krakkana þreyta prófið.

Börnunum er skipt í þrjá hópa:

Byrjendur í karate (börn í karateskólanum): 15:30 – 16:30

Börn á framhaldsstigi í karate (þau sem hafa æft lengur ein eina önn): 16:30-18:00

Unglingahópur: 18:00-19:00

Eftir gráðunina dettur karate inn í sumarfrí og því verða engir tímar í karate eftir gráðunina. Karatefélagið þakkar kærlega fyrir önnina.