Karatefélag Akraness

 

1 day ago

Miðvikudagar (Wednesday)
15:10 Byrjendur hvítt belti (beginners white belt)
16:00 flokkur 2 gult belti (yellow belt)
17:00 flokkur 1 appelsìnu gult + ( orange belt +)
18:00-20:00 ... See more

1 day ago
Æfingatímar | Íþróttabandalag Akraness

Gleðilegt nýtt ár. Æfingar byrja aftur eftir jólafrí miðvikudaginn 8.janúar samkvæmt stundartöflu https://ia.is/karate/aefingatimar/

Æfingatímar Stundatafla Karatefélags Akraness haustið 2019 MIÐVIKUDAGUR HÓPUR ÞJÁLFARI STAÐSETNING/SALUR 15:10 – 16:00 Karateskólinn (byrjendur) Vilhjálmur Þór Þóruson (Villi) ... See more

3 weeks ago

Hamingjuóskir til þeirra sem gráðuðust í dag, krakkarnir stóðu sig mjög vel og erum við ákaflega stolt og ánægð.

Nú er komið jólafrí hjá Karatefélaginu, æfingar hefjast að ... See more

4 weeks ago
Not Found

Minnum á gráðunina föstudaginn 13. desember. Aðeins þeir sem eru skráðir í félagið og gert hafa upp æfingagjöld eru skráðir í gráðun (sjá lista).

Enn eru einhverjir sem eiga ... See more

1 month ago
Haust 2019

Gráðun

Föstudaginn 13. desember
Speglasalnum í íþróttahúsinu við Vesturgötu (kjallari)

kl. 14:10-15:30 Karateskólinn
kl. 15:30-16:30 Flokkur 2 (gul belti)
kl. 16:45-18:15 Flokkur 1 ... See more

Blað1 Eftirfarnandi iðkendur eru skráðir í gráðun xx. desember 2019 A.T.H. aðeins þeir eru skráðir í gráðun sem hafa greitt æfingagjöld félagsins, vinsamlegst kannið hvort skráning ... See more

1 month ago

Þeir sem pöntuðu karategalla hjá KAK vinsamlegast sendið okkur skilaboð hér á fb svo við getum mælt okkur mòt við ykkur og afhent ykkur þá.

1 month ago

Hægt er að panta karategalla í gegn um KAK til 27.nóv

1. Leggja inn kr.5.500 á reikn.0186-05-001956
2. Senda tölvupòst á kak.gjaldkeri@gmail.com með nafni iðkenda og stærð á ... See more

1 month ago

Minnum á að mátun á karategöllum fer fram núna í íþróttahúsinu á Vesturgötu (verður til 18:15) fyrir þá sem ætla að nýta sér KAK tilboðið, einnig er hægt að nálgast ... See more

1 month ago
Budo Nord Empi

Félagið mun bjóða karategalla til sölu nú fyrir jólin í samstarfi við Sportvörur, hægt verður að máta gallana á morgun
20. nóvember kl 16:00 - 18:15 í íþróttahúsinu við ... See more

Budo Nord Empi   Frábær galli fyrir alla byrjendur og yngri iðkendur í karate, ju jutsu og aikido. Buxur eru með teygju í mitti og reim. Stærðir 100 cm til 200 cm. Hvítt belti fylgir.

« 1 of 6 »

Æfingar hefjast að nýju

Æfingar hjá Karatefélagi Akraness hefjast að nýju eftir gott jólafrí miðvikudaginn 8. janúar. Æfingatímar eru þeir sömu og fyrir jólafrí að því undanskyldu að meistaraflokkur æfir núna á miðvikudögum frá 18-20 og á föstudögum frá 17-19. Æfingar fara sem áður fram í speglasalnum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

Verð fyrir önnina er 19:500 krónur fyrir byrjendur en hægt er að senda börnin í fría prufutíma til 22. janúar. Eftir það fara greiðslur fram í gegnum Nóra. Hér er hægt að skoða æfingagjöld KAK.

Búninsklefar í íþróttahúsinu við Vesturgötu eru ekki enn tilbúnir en það styttist í það. Þangað til þeir komast í gagnið fá karatekrakkar aðgang að stóru klósettunum í anddyri íþróttahússins til að skipta um föt.

Frábær árangur hjá iðkendum KAK og annað á döfinni

Iðkendur frá Karatefélagi Akraness tóku þátt í Grand Prix móti í KATA um helgina. Óli og Kristrún stóðu sig ótrúlega vel og Kristrún hlaut silfur fyrir frammistöðu sína og Óli brons.

Helgina þar á undan kepptu Adam og Theodór í Fjörkálfamóti í Kumite. Adam fékk silfur fyrir frammistöðuna og Theodór hlaut brons.

Síðasta sunnudag bauð Breiðablik iðkendum úr Karatefélagi Akraness á vinaæfingu. Þrátt fyrir dræma veðurspá voru þó nokkrir iðkendur sem gerðu sér ferð í Kópavoginn til að taka þátt og skemmta sér. Eftir æfinguna var boðið upp á pizzur. Almenn ánægja var með þátttökuna og þakkar Karatefélag Akraness Breiðabliki fyrir skemmtilega æfingu og góðan félagsskap.

Á döfinni:

Á döfinni hjá Karatefélaginu er svo tannburstasalan og búningamátun 20. nóvember, hópkataæfingar fyrir appelsínugul belti og upp á sunnudögum. 15. nóvember verða æfingabúðir fyrir elsta hópinn (meistaraflokkur) með John Sensei.

Í byrjun desember verður Fjörkálfamót í KATA sem iðkendur frá KAK hafa tekið þátt í. Það verður auglýst síðar.

13. desember verður gráðun, en hún verður auglýst frekar síðar.

Einnig minnir stjórnin foreldra á að greiða æfingagjölin í NÓRA, en forsenda fyrir gráðun iðkanda er að greidd hafi verið æfingagjöld.

Tannburstasala og nýir búningar

Karatefélag Akraness ætlar að selja glæsilega umhverfisvæna bambus tannbursta í fjáröflun félagsins. Stakur tannbursti kostar 1000 krónur, tannburstahlustur kostar 1500 krónur og settið saman er á 2500.
Gert ráð fyrir að andvirði sölunnar fari í sjóð fyrir iðkendur sem nýttur verður í félagsstarf og ferðakostnað.

Gert er ráð fyrir að hver iðkandi selji minnst 5 tannbursta, en að sjálfsögðu er öllum frjálst að selja meira.

Tannburstarnir verða afhentir 20. nóvember milli klukkan 16:00-18:15 í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Foreldrar greiða fyrir tannburstana með því að millifæra á reikningsnúmer 0186-05-001956 kt. 690999-2429 merkt með nafni iðkanda. Æskilegt er að koma með útprentaða kvittun þegar tannburstarnir eru sóttir.

Á sama tíma, 20. nóvember milli klukkan 16:00-18:15 býðst iðkendum að koma og máta karategalla og kaupa.  Gallarnir verða á tilboði og því á hagstæðara verði en í Sportvörum.

Hópkataæfingar annann hvern sunnudag

Næstu vikur býður Karatefélagið upp á hópkataæfingar annann hvorn sunnudag fram að jólafríi. Iðkendur með appelsínugult belti og hærra eru hvattir til að nýta sér æfingarnar.

Æfingarnar fara fram milli 11 og 12 í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum. Næstu æfingar eru 17. nóvember, 1. desember og 15. desember.

Foreldrar barna sem taka þátt í hópkataæfingunum geta gengið í þennan hóp á Facebook.

 

Fjörkálfamót í kumite 2. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember býðst iðkendum Karatefélags Akraness, 11 ára og yngri, að taka þátt í Fjörkálfamóti í kumite. Keppt er í tveimur aldursflokkum og mótið er eingöngu opið iðkendum með appelsínugult belti eða hærra. Þetta er í fyrsta skipti sem Karatefélag Akraness tekur þátt í móti í kumite. Óli og Kristrún, aðstoðarþjálfarar, verða liðsstjórar á mótinu.

Karatedeild Fylkis og Karatefélagið Þórshamar bjóða öllum karatekrökkum fæddum 2008 og síðar á æfingamót í kumite. Mótið er hugsað sem tækifæri fyrir krakkana til að kynnast kumite-keppni í öruggu umhverfi þar sem þau fá tilsögn, stuðning og útskýringar á því hvernig leikurinn gengur fyrir sig. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun og keppa fleiri en eina viðureign.

Í þessu skjali er hægt að skrá barn til þáttöku, en barnið þarf að vera skráð í Karatefélag Akraness til að geta tekið þátt. Karatefélagið greiðir mótagjaldið og foreldrar eru því hvattir til að skrá ekki barn til leiks, nema öruggt sé um þátttöku.

Mótið fer fram í Fylkisselinu.

Dagskrá
Árgangar 2010 og yngri
09:30 Mæting
10:00 Mót hefst
11:30 Verðlaunaafhending
12:00 Pizzupartý

Árgangar 2008–2009
12:30 Mæting
13:00 Mót hefst
14:30 Verðlaunaafhending
15:00 Pizzupartý

Hér er hægt að skoða Facebook-síðu mótsins. 

 

Opin æfing hjá Breiðabliki 10. nóv

Karatedeild Breiðabliks býður iðkendum Karatefélags Akraness á opna æfingu 10. nóvember. Æfingin hefst klukkan 12 og sameiginlegur þjálfari Breiðabliks og karatefélags Akraness, Villi, mun sjá um æfinguna. Krakkarnir ættu því að vera eins og heima hjá sér. Foreldrar og forráðamenn þurfa að keyra börnunum sjálfir á æfinguna.

Með því að mæta á opna æfingu hjá Breiðabliki gefst krökkunum tækifæri til að kynnast öðrum iðkendum í karate og stækka karateheiminn.