Karatefélag Akraness
Æfingar að nýju og gráðun
Æfingar hófust aftur hjá Karatefélagi Akraness 6. maí. Þjálfarar vilja koma til skila miklu hrósi fyrir frábæra þátttöku í heimaæfingum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel. Æfingatímar verða eins og í stundatöflu núna þegar æfingar hefjast aftur. Fyllst hreinlætis er gætt á æfingum, til dæmis þvo krakkarnir hendurnar áður en þau fara inn á æfingu.
Karatefélagið ætlar að bjóða upp á aukaæfingar til að bæta upp fyrir þær sem töpuðust vegna samkomubannsins. Gert er ráð fyrir að einum tíma í viku verði bætt við fram að annarlokum frá miðjum maí. Aukatímar verða auglýstir frekar síðar.
Önninni í karate mun einnig ljúka töluvert síðar en á venjulegu ári. Gráðun verður 19. júní og vegna samkomubanns og óvissu vegna COVID-19 verður ekkert lokahóf hjá félaginu. Í staðinn verður bara almennilegt partý þegar önnin hefst að nýju næsta haust.
Viðburðir og mót á önninni
Framundan á önninni eru mót og æfingabúðir. Ekki er komin föst dagsetning á suma viðburði og verður það auglýst nánar síðar. Til að foreldrar og forráðamenn geti glöggvað sig á dagskránni sem er framundan þá birtum við hér beinagrind að þeim viðburðum sem eru framundan. Birt með fyrirvara um að einhverjar dagsetningar geti riðlast og breyst.
Febrúar | Mars | Apríl | Maí |
3.feb
Opin stelpuæfing |
7.mars
Vinaæfing með Breiðablik og Þórshamri |
Æfingabúðir með Richard sensei (dagsetning óákveðin) | 2.maí
Íslandsmót unglinga |
14.feb
Vetrarfrí |
14.mars
Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kata |
4.apríl
Innanfélagsmót kl. 14 í íþróttasalnum á Vesturgötu |
3.maí
Íslandsmót barna |
15.feb
Grand Prix 1 |
28.mars
Bikarmót og Grand Prix 2 |
27. maí
Gráðun |
|
20.feb
Foreldrafundur og ársfundur kl:18 í hátíðasal á Jaðarsbökkum. |
Foreldra- og aðalfundurfundur KAK
Fimmtudaginn 20. febrúar verður aðalfundur og jafnframt foreldrafundur Karatefélags Akraness í hátíðasal í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Fundurinn hefst klukkan 18:00. Þjálfarar félagsins verða á staðnum. Æskilegt er að sem flestir foreldrar mæti á fundinn, þannig geta foreldrar kynnt sér uppbyggingu félagsins og starf þess.
Á síðasta starfsári var starfið eflt mikið, til dæmis með innanfélagsmótum, pizzaveislum og vinaæfingum með karatefélögum í Reykjavík. Ársreikningur félagsins verður kynntur og sagt frá því starfi sem er framundan á nýju ári.
Kristrún með brons eftir Reykjavíkurleikana
Kristrún Bára Guðjónsdóttir, iðkandi og aðstoðarþjálfari í Karatefélagi Akraness, hreppti bronsverðlaun á Reykjavíkurleikunum (RIG) síðustu helgi í flokki kata junior.
Karatefélagið óskar Kristrúni innilega til hamingju með árángurinn!

Kristrún á verðlaunapallinum á Reykjavíkurleikunum – stendur lengst til hægri.
Reykvíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkepppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð í Reykjavík sem dregur til sín sterka keppendur. Leikarnir voru haldir í 23. sinn í ár. Keppt er í 15-20 einstaklings íþróttagreinum. Mótinu er skipt niður á tvær helgar og flestar greinar fara fram í Laugardalshöllinni eða í nágrenni hennar.
Æfingar hefjast að nýju
Æfingar hjá Karatefélagi Akraness hefjast að nýju eftir gott jólafrí miðvikudaginn 8. janúar. Æfingatímar eru þeir sömu og fyrir jólafrí að því undanskyldu að meistaraflokkur æfir núna á miðvikudögum frá 18-20 og á föstudögum frá 17-19. Æfingar fara sem áður fram í speglasalnum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.
Verð fyrir önnina er 19:500 krónur fyrir byrjendur en hægt er að senda börnin í fría prufutíma til 22. janúar. Eftir það fara greiðslur fram í gegnum Nóra. Hér er hægt að skoða æfingagjöld KAK.
Búninsklefar í íþróttahúsinu við Vesturgötu eru ekki enn tilbúnir en það styttist í það. Þangað til þeir komast í gagnið fá karatekrakkar aðgang að stóru klósettunum í anddyri íþróttahússins til að skipta um föt.
Frábær árangur hjá iðkendum KAK og annað á döfinni
Iðkendur frá Karatefélagi Akraness tóku þátt í Grand Prix móti í KATA um helgina. Óli og Kristrún stóðu sig ótrúlega vel og Kristrún hlaut silfur fyrir frammistöðu sína og Óli brons.
Helgina þar á undan kepptu Adam og Theodór í Fjörkálfamóti í Kumite. Adam fékk silfur fyrir frammistöðuna og Theodór hlaut brons.
Síðasta sunnudag bauð Breiðablik iðkendum úr Karatefélagi Akraness á vinaæfingu. Þrátt fyrir dræma veðurspá voru þó nokkrir iðkendur sem gerðu sér ferð í Kópavoginn til að taka þátt og skemmta sér. Eftir æfinguna var boðið upp á pizzur. Almenn ánægja var með þátttökuna og þakkar Karatefélag Akraness Breiðabliki fyrir skemmtilega æfingu og góðan félagsskap.
Á döfinni:
Á döfinni hjá Karatefélaginu er svo tannburstasalan og búningamátun 20. nóvember, hópkataæfingar fyrir appelsínugul belti og upp á sunnudögum. 15. nóvember verða æfingabúðir fyrir elsta hópinn (meistaraflokkur) með John Sensei.
Í byrjun desember verður Fjörkálfamót í KATA sem iðkendur frá KAK hafa tekið þátt í. Það verður auglýst síðar.
13. desember verður gráðun, en hún verður auglýst frekar síðar.
Einnig minnir stjórnin foreldra á að greiða æfingagjölin í NÓRA, en forsenda fyrir gráðun iðkanda er að greidd hafi verið æfingagjöld.
