Fimmtudaginn 20. febrúar verður aðalfundur og jafnframt foreldrafundur Karatefélags Akraness í hátíðasal í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Fundurinn hefst klukkan 18:00. Þjálfarar félagsins verða á staðnum. Æskilegt er að sem flestir foreldrar mæti á fundinn, þannig geta foreldrar kynnt sér uppbyggingu félagsins og starf þess. Á síðasta starfsári var starfið eflt mikið, til dæmis með innanfélagsmótum,...