Kominir í Úrslit

ÍA vann Lærlinga 11 – 9 í æsispennandi leik og vann því samanlagt 24 – 16. ÍA er því komið í Úrslit og mun mæta ÍR KLS.

ÍA – Lærlingar í kvöld kl: 19:00

Nýkrýndir deildarbikarmeistarar ÍA mæta Lærlingum í kvöld í seinni leik undanúrslitum Íslandsmótsins í keilu. Leikurinn fer fram í keilusalnum í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst kl: 19:00. Allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Íslandsmót Unglingaliða

Krakkarnir hjá Keilufélagi Akraness halda áfram að gera það gott. Laugardaginn 3.mars var 5.umferð í Íslandsmóti Unglingaliða. Í vetur hafa 7 lið barist um 4 efstu sætin sem keppa til úrslita. Keilufélag Akraness var með 2 lið, Keilufélag Reykjavíkur var með 2 lið og Íþróttafélag Reykjavíkur var með 3 lið. Þrátt fyrir að oft hafi […]

Íslandsmeistarar

Íslandsmót unglinga í keilu 2012 fór fram í Öskjuhlíð dagana 18.-19.feb. og 25.-26.feb. Keilufélag Akraness átti þar marga keppendur í vel heppnað mót þar sem heim komu 4 íslandsmeistaratitlar, 1 silfur og 2 brons.

Meistarakeppni Ungmenna

Keilufélag Akraness var sigursælt á Meistarakeppni Ungmenna í keilu sem fram fór í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 4.febrúar. KFA átti keppendur í 6 flokkum og lentu ungmennin á verðlaunapall í þeim öllum og fékk félagið 4 gull, 1 silfur og 2 brons. Í 4.flokki pilta náði Ólafur Ólafsson 3.sæti, í 3.flokki stúlkna náði Jóhanna Guðjónsdóttir […]

8 liða úrslit Bikarkeppni karla

Í gærkvöldi fór fram leikur í 8 liða úrslitum Bikarkeppni K.L.Í þar sem ÍA mætti KR-A. Fór leikurinn fram í Keilusal Akraness og er óhætt að segja að spennan hafi verið í aðalhlutverki. Skagamenn töpuðu fyrsta leik en unnu svo næsta og var þá orðið ljóst að þessi viðreign þyrtti að lágmarki fjóra leiki til […]

Bikarkeppni KLÍ

Kvenna lið ÍA vann ÍFH í 8 liða úrslitum bikarkeppni KLÍ sem fór fram í gær. ÍA konur unnu leikinn 3-0 og eru því komnar áfram í undanúrslit.

R.I.G

Skúli Freyr Sigurðsson keilumaður frá Akranesi stóð sig mjög vel á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Skúli vann allar sínar viðureignir á mótinu, nema gegn Róbert Anderson frá Svíþjóð sem fyrir þremur árum varð heimsmeistari í tvímenningi. Skúli vann í keppni um annað sætið einn af betri kvenspilurum í Evrópu, Rebekku Larsen frá Svíþjóð, […]