Sundþjálfari óskast

Sundfélag Akraness auglýsir eftir sundþjálfara fyrir tvo af yngri hópum félagsins fyrir n.k. vetur, C – hóp og Höfrunga. Krakkarnir eru á aldrinum 9 – 12 ára. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúinn að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi á Akranesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september 2015. Starfið felst […]

Frí

Frí verður á æfingum fimmtudaginn 14. maí, uppstigningardag. Stelpuhópnum er boðið að koma á æfingu með 3. flokki í dag, mánudag. Sumarfrí hefst hjá öllum flokkum eftir Akranesmótið á sunnudag. Boðið verður upp á sumaræfingar fyrir eldri hópana í sumar.

Akranesmót og lokahóf

Akranesmótið fer fram sunnudaginn 17. maí í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Keppt verður í einliðaleik og tvíliðaleik í fjölskylduflokki. Mæting á keppnisstað er 9:15-9:30 og keppni hefst kl. 10. Lokahófið fer fram á Vesturgötunni kl. 18 og kostar 1000 kr. inn. Pizzuhlaðborð, verðlaunaafhending og happdrætti.

Uppstigningardagur

Fimmtudaginn næstkomandi er íþróttahúsið lokað þar sem það er uppstigningardagur. Æfing hjá karateskólanum fellur því niður þann daginn. Æfingin á þriðjudaginn er þá seinasta æfing fyrir gráðun.

Tími fellur niður

Vegna forfalla kennara fellur tíminn hjá karateskólanum niður í dag, þann 30. apríl. Við biðjumst afsökunar á þessum litla fyrirvara.

Sumardagurinn fyrsti

Þar sem sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag er engin æfing hjá karateskólanum.

Kæru Skagamenn.

Þessu tímabili er víst lokið hjá okkur eftir tap gegn Hamri fyrr í kvöld. Ég vil við þetta tækifæri færa öllum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Vesturgötuna í kvöld kærar þakkir frá okkur í KFA. Stuðningur ykkar var okkur, bæði leikmönnum og stjórn, ómetanlegur og mun hjálpa okkur að takast á við stöðuna. […]

Leikur 2 í undanúrslitum 1. deildar

‘-ÍA 94 Hamar 103 Skemmtilegri undanúrslitarimmu milli ÍA og Hamars lauk í kvöld með 9 stiga sigri gestanna í Hveragerði sem unnu því seríuna 2-0 og hefndu fyrir seríuna 2011/2012 þegar Skagamenn gerðu slíkt hið sama. Stuðningsmenn ÍA fjölmenntu í Hveragerði og komu á rútu, þetta kveikti í Hvergerðingum sem smöluðu einnig í rútu og […]

Leikur 1 í kvöld

‘-í Hveragerði kl. 19:15 Þá er komið að því, undanúrslit 1. deildar byrja í kvöld.Verkerfnið okkar er Hamar. Leikur 1 er í Hveragerði kl. 19:15 í kvöld.Við þurfum allan það stuðning sem við mögulega getum fengið, þannig að við höfum ákveðið að fá rútu frá Skagaverk til að skutla okkar stuðningsmönnum fram og til baka […]

Aðalfundur SKA 2015

Aðalfundur Skotfélagsins verður haldinn n.k. þriðjudag kl 20 í veislusal 2hæð, þróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum.