ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Kæru Skagamenn.

Kæru Skagamenn.

29/03/15

#2D2D33

Þessu tímabili er víst lokið hjá okkur eftir tap gegn Hamri fyrr í kvöld. Ég vil við þetta tækifæri færa öllum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Vesturgötuna í kvöld kærar þakkir frá okkur í KFA. Stuðningur ykkar var okkur, bæði leikmönnum og stjórn, ómetanlegur og mun hjálpa okkur að takast á við stöðuna. Eins vil ég þakka öllum sem mættu og studdu liðið leik eftir leik í allan vetur. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því að fá lið á Íslandi fá betri stuðning úr áhorfendapöllunum en við hjá ÍA.

Við Skagamenn megum vera stolt af strákunum sem klæddust ÍA búningnum í dag. Þeir lögðu allt í sölurnar en því miður eins og stundum gerist var það ekki nóg. Lið Hamars er vel að sigrinum komið og óskum við þeim góðs gengis í framhaldinu. Framtíð ÍA í körfubolta en hins vegar björt og við erum hvergi nærri hættir.
Öllum styrktaraðilum félagsins þökkum við kærlega fyrir veittan stuðning. Án þeirra væri þetta ekki hægt.
Við hjá KFA vonumst til að við munum mæta sama hlýhug og stuðningi á næsta keppnistímabili. Karfan er komin til að vera!
Virðingarfyllst,
Örn Arnarson, formaður KFA

Edit Content
Edit Content
Edit Content