ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sundþjálfari óskast

Sundþjálfari óskast

21/05/15

#2D2D33

Sundfélag Akraness auglýsir eftir sundþjálfara fyrir tvo af yngri hópum félagsins fyrir n.k. vetur, C – hóp og Höfrunga. Krakkarnir eru á aldrinum 9 – 12 ára. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúinn að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi á Akranesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september 2015. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að sækja sundmót með hópunum. Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.
Umsóknarfrestur er til 20. júní. Frekari upplýsingar fást hjá yfirþjálfara félagsins, Kjell Wormdal í síma 846-8292 eða á netfangið kjell@sundfelag.com. Umsóknir sendast á kjell@sundfelag.com

Edit Content
Edit Content
Edit Content