Hádegiserindi 21. október – líka á Facebook ÍSÍ
Föstudaginn 21. október kl.12:00 – 13.00 fer fram hádegisfundur á vegum Sýnum karakter verkefnisins um þjálfun karakters í gegnum íþróttir. Sverre Mansaas Bleie, þaulreyndur yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund, ætlar að miðla af reynslu sinni á fundinum. Sverre, sem hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs, leggur ríka áherslu á andlega og félagslega þætti í […]
Frá unglingi til afreksmanns – hraust sál í heilbrigðum líkama
Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns – hraust sál í heilbrigðum líkama, fer fram dagana 13. – 15. október í Laugardalshöll. Þar munu margir af fremstu sérfræðingum Íslands í íþróttavísindum fjalla um uppbyggingu ungs íþróttafólks. Heilbrigðisráð ÍSÍ stendur fyrir ráðstefnunni. Fókusinn verður á ungt íþróttafólk og hvernig hægt er að standa eins vel að uppbyggingu þeirra […]
Sýnum karakter – ráðstefna fyrir þjálfara og foreldra
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Vefsíðan Sýnum karakter (www.synumkarakter.is) verður opnuð á ráðstefnunni. Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar […]
Þjálfarastyrkir ÍSÍ
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 2. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til […]
Haustfjarnám ÍSÍ 2016
Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 26. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá […]
Íþróttasjóður, umsóknarfrestur er til 3. október
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði fyrir árið 2017. Umsóknarfrestur er 3. október 2016. Sjóðurinn er opinn fyrir íþrótta- og ungmennafélög og alla þá sem eru að starfa að íþróttamálum og útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta. Nánari upplýsingar er hægt að fá á […]
Landsmót UMFÍ 50+
Hjördís Hjartardóttir var fulltrúi Sundfélags Akraness á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði dagana 10.-12. júní sl. Hjördís hefur verið á skriðsundsnámskeiðum hjá sundfélaginu og að auki dugleg við æfingar og ákvað því að skrá sig til keppni í 5 greinum á landsmótinu, 50m skrið, bak og bringu, 66,6m fjórsundi og 100m skriðsundi. Það er skemmst […]
Evrópumeistaramót Garpa í sundi
Tveir sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Evrópumeistaramóti garpa í sundi í London dagana 25. – 29. maí 2016. Kári Geirlaugsson synti 800 metra á tímanum 13:05,07 og setti íslenskt garpamet í sínum aldursflokki sem er 65-69 ára. Einnig setti hann nýtt íslenskt garpamet í 400 metra skriðsundi á 6:18,63 sem er mikil bæting […]
Fjölmenn Jónsmessuganga 2016
Jónsmessugangan í ár var tvískipt. Vaskur 15 manna hópur undir forystu Jóhönnu Hallsdóttur og Ernu Haraldsdóttur gekk á Háahnjúk og 33 gengu um Akranes og fræddust um sögu og örnefni á leiðinni, en sú ganga var leidd af Rannveigu Lydiu Benediktsdóttur og Guðna Hannessyni. Að göngu lokinni skelltu margir sér í flot og pottinn í […]
Jónsmessuganga á Akranesi
Jónsmessuganga á Akranesi verður fimmtudaginn 23. júní nk. Tvær gönguleiðir verða í boði ( sjá mynd). Þátttaka í fjallgöngunni er á eigin ábyrgð.