Fjórar í forystu á Akranesi
Á afmælishátíðinni í gær var smellt mynd af fjórum konum sem eru í forystu í íþróttalífi bæjarins og stjórnkerfi. Skagafréttir skrifuðu skemmtilega frétt um myndatökuna Myndina hér að ofan tók Jónas Ottósson.
ÍA ljóðið vekur athygli
Á vegg í anddyri íþróttahússins við Vesturgötu hefur verið komið upp veggspjöldum með ljóði eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, sem samið er í tilefni af afmæli ÍA. Ljóðið hefur vakið mikla athygli og er birt hér í heild sinni: Spyrna knöttum, kljúfa vötn, fljóð og fimir drengir. Lyfta járnum, leiða hross, óttalaus afl sitt reyna. […]
Mjög vel sótt afmælishátíð ÍA og íþróttahússins við Vesturgötu
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í íþróttahúsið við Vesturgötu í gær þegar ÍA og íþróttahúsið blésu til sameiginlegrar afmælishátíðar þar sem fagnað var 70 ára afmælis íþróttabandalagsins og 40 ára afmælis íþróttahússins. Aðildarfélög ÍA buðu gestum að skoða þá aðstöðu sem þau hafa í húsinu og gáfu öllum kost á að reyna sig í […]
Nýtt fréttabréf ÍA komið út
Nýtt fréttabréf ÍA er komið út og má lesa það hér .
Afmælishátíð ÍA og íþróttahússins við Vesturgötu er í dag
Hvetjum alla til að kíkja við á Vesturgötunni í dag og fagna með okkur
Útvarp Akranes
Útvarp Akranes fór í loftið á hádegi í dag og verður í loftinu fram til kl. 4 á sunnudag. Þetta er 28. árið sem sundfélagið starfrækir útvarp fyrstu helgina í aðventu og við hvetjum alla til að hlusta á netinu á utvarp.sundfelag.com/hlusta eða kruttin.com/ua , facebookstreymi á síðu útvarpsins eða FM 95,0
Styrktarsjóður Íslandsbanka og ÍSÍ
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Styrktarsjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Sjóðurinn mun styrkja ungt íþróttafólk á aldrinum 15-20 ára á braut sinni í átt að hámarksárangri. Umsóknarfrestur vegna úthlutunar ársins rennur út föstudaginn 2. desember. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.
Afmælishátíð ÍA og íþróttahússins við Vesturgötu
Í tilefni af 70 ára afmæli ÍA, Íþróttabandalags Akraness og 40 ára afmælis íþróttahússins við Vesturgötu þá verður blásið til íþróttahátíðar í íþróttahúsinu við Vesturgötu þann 26. nóvember nk. Ýmislegt spennandi verður í boði eins og sést á meðfylgjandi auglýsingu. Upplýsingar um viðburðinn má einnig finna á Facebook síðu hans. https://www.facebook.com/events/211941595913025/
Endurbætur á þrekaðstöðu á Vesturgötunni
Undanfarna daga hefur verið unnið að endurbótum á þrekaðstöðunni í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Búið er að leggja gúmmímottur á hluta gólfsins, ný handlóð og ketilbjöllur hafa verið keyptar sem og hnébeygjustandur og skábekkir. Þá eru komnar nýjar lyftingastangir og bumper lóð og vonum við hjá ÍA að þessar breytingar falli í góðan jarðveg hjá […]
Kvöldstund í Bjarnalaug
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópransöngkona og Birgir Þórisson, píanóleikari í samstarfi við Samflot ÍA og Akraneskaupstað bjóða bæjarbúum upp á rólega og endurnærandi tónleika við kertaljós í Bjarnalaug miðvikudaginn 2.nóvember kl 20:30. Í boði verður 40 mínútna prógramm með dagskrá úr ýmsum áttum. Má þar nefna dægurlög, íslensk sönglög og söngleikjatónlist. Bæði er hægt að koma […]