ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA ljóðið vekur athygli

ÍA ljóðið vekur athygli

27/11/16

15215772_1383631844980168_1027014318_o

Á vegg í anddyri íþróttahússins við Vesturgötu hefur verið komið upp veggspjöldum með ljóði eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, sem samið er í tilefni af afmæli ÍA. Ljóðið hefur vakið mikla athygli og er birt hér í heild sinni:

 

Spyrna knöttum,

kljúfa vötn,

fljóð og fimir drengir.

Lyfta járnum,

leiða hross,

óttalaus afl sitt reyna.

 

Sendast fjaðrir

og svitaperlur

langt yfir net norður.

Herðast lófar

um hjól stýris,

skotvissir skerpa mið.

 

Fyllast af lífi

fjalir og pallar

hetjur skal ungar hvetja.

Ef heltist úr lest

leiður, einn,

skal þegar að honum hlúð.

 

Kylfum veifa

og klifra um sali

ungir og aldurhnignir.

Glíma við storma,

stökkva hátt

– glóa í myrkri gulir.

 

Verjast sóknum,

vaða sand,

kasta í hjarta körfu.

Þeytast keilur,

þyngjast högg,

glymur í gráum klettum.

 

Já, slíkt er úthald

Akurnesinga

að ókunnir undrast:

Hafa þeir fjall sitt

með höndum berum

sjálfir af röskleik reist?

 

Þjóta í hópum

þrekmenn kátir

ótrauðir áfram veg.

Hlaðast sögur

í háa stafla.

Virðum og vöndum leik!

 

Sigurbjörg Þrastardóttir, 2016

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content