Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ – Sumarfjarnám

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 12. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá […]

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga á Akranesi

Akraneskaupstaður veitir 10,9 milljónum til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að halda uppi öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Styrkir þessir eru veittir til þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3 – 18 ára. Skilyrði er að félagið hafi starfað í […]

Íslenska íþróttaundrið – fyrirlestur

Hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum (knattspyrnu, körfuknattleik, handknattleik og hópfimleikum) – og það á sama tíma? Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson hefur nýlokið við gerð rannsóknar sem ætlað var að svara þeirri spurningu og eru niðurstöðurnar að finna í nýútkominni bók: “Sport in Iceland: How small […]

Kvennahlaupið er 18. júní – takið daginn frá!

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 28. sinn þann 18. júní 2017 og að sjálfsögðu verður hlaupið á Akranesi. Nánari upplýsingar koma síðar en hér er Facebook síða hlaupsins      

Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata á Akranesi

Helgina 6.-7. maí var haldið Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata á Akranesi. Þetta er fjölmennasta barnamót Karatesambandsins og er það haldið í fyrsta skiptið á Akranesi. Það var góð þátttaka og árangur hjá Karatefélagi Akraness á mótinu.  Kristrún Bára Guðjónsdóttir varð íslandsmeistari í kata 14. ára stúlkna og hópkatalið með þeim Ólafi Ían Brynjarssyni, […]

Fararstjóranámskeið ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fararstjóranámskeiði í E- sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal miðvikudaginn 10. maí og hefst námskeiðið kl.17 og stendur til 19:00. Gústaf Adolf Hjaltason mun sjá um fræðsluna og veitir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu foreldrum og sjálfboðaliðum sem taka að sér fararstjórn innan íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið verður þátttakendum að […]

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 3.maí í 15. skiptið. Setningarhátíðin fer fram í fyrramálið kl. 8:30 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Skráningar hófust fyrir 2 vikum og eru í fullum gangi. Hægt verður að skrá sig og sitt lið til leiks fram til keppnisloka þann 23.maí en það er um að gera […]

Landsmót 50+

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram 23. – 25. júní 2017 í Hveragerði. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.  Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Mótið hefst föstudaginn 23. júní og lýkur eftir hádegi, sunnudaginn 25. […]

Ágúst Júlíusson á Smáþjóðarleikana

Sundsamband Íslands hefur gefið út nöfn þeirra 16 sundmanna sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 sem haldnir verða í San Marino dagana 29. maí til 3. júní. Að sjálfsögðu á Sundfélag Akraness fulltrúa í hópnum en Ágúst Júlíusson er þar á meðal. Ágúst hefur verið einn sigursælasti flugsundsmaður síðustu ára hér á […]