Allt íþróttastarf óheimilt frá 31.10.2020
Eins og fram kemur í frétt á heimasíðu ÍSÍ þá eru hertar aðgerðir í sóttvörnum og taka gildi á miðnætti eða þann 31.10.2020 Aðgerðirnar byggja á tilmælum sóttvarnalæknis, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í dag. Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með […]
COVID-19 SMIT SEM KOM UPP Á ÆFINGU Í ÍÞRÓTTAHÚSI Á VESTURGÖTU 28.10.2020
Vegna smits sem uppkom á æfingu í íþróttahúsi á Vesturgötu í þann 28.10.2020 Um leið og upplýsingar bárust um smit – var virkjuð aðgerðarstjórn samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavörnum með fultrúm Íþróttabandalagsins og Akraneskaupstað. Smitrakning hefur farið fram og foreldrar viðkomandi hópa voru strax upplýstir ef barnið þurfti að fara í sóttkví, allt unnið skv. leiðbeiningum […]
RAFRÆN FRÆÐSLUKVÖLD UM SVEFN BARNA OG UNGMENNA
Heilsueflandi samfélag Akranes býður upp á tvö rafræn fræðslukvöld um svefn barna og ungmenna, 29. október og 2. nóvember og hefst fræðslan bæði kvöldin kl. 20:00 á Zoom. Elísa Guðnadóttir sálfræðingur Sálstofunnar (www.salstofan.is) leitast við að svara algengum spurningum foreldra um svefn barna sinna. Nánari upplýsingar um þessi áhugaverðu fræðslukvöld og skráningu á þau er […]
Þreksalur er ekki opinn almenningi
Ekki hefur verið opnað fyrir almenning í Þrekmiðstöðinni á Jaðarsbökkum. Eingöngu þjálfarar með skipulagðar æfingar hafa heimild til þess að vera á afmörkuðu svæði en ekki í þreksalnum sjálfum. Þjálfarar þurfa að vinna við ströng skilyrði sóttvarna. Opnun fyrir almenning verður auglýst um leið og hægt er.
Hugum að heilsunni
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, […]
Varað við netglæpum sem herjar á Íþróttahreyfinguna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við auknum fjölda netglæpa gagnvart íþróttahreyfingunni. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög í landinu orðið fyrir barðinu á svindli sem þessu og tapað talsverðu fé. Lögreglan mælir með því að fólk í íþróttahreyfingunni fylgi svikapóstum ávallt eftir og tilraunum til þeirra. Besta ráðið til að uppræta svikin er að tilkynna þau til […]
Ekki gleyma að hreyfa sig !
Á þeim tímum sem fólk er hvatt til þess að halda sig heima og ekki fara víða, má ekki gleyma að hreyfa sig. Facebooksíðan “Ísland á iði” er með flottar hugmyndir að hreyfingu sem ekki þarfnast mikils útbúnaðar. ÍA hvetur fólk til þess að fara varlega og gæta að persónubundnum sóttvörnum, en á sama tíma […]
Haustfréttir FIMA
Kæru foreldrar og iðkendur. Nú er starfið hjá okkur komið í fullan gang og fer vel af stað í nýju fimleikahúsi. Iðkendahópurinn stækkar ört og hafa nú þegar bæst við um hundrað börn og er iðkendafjöldinn kominn vel yfir 500. Félagið vinnur nú að því að breikka hópinn enn meira og hefur verið bætt við […]
Hertar aðgerðir sóttvarna – Lokun þreksala á Jaðarsbökkum
Enn á ný þarf að loka þreksölum á Jaðarsbökkum í þetta sinn vegna hertrar aðgerða stjórnvalda. Eins og segir í minnisblaði sóttvarnarlæknis sem ráðherra hefur staðfest í megin dráttum eiga líkamsræktarstöðvar að vera lokaðar. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20s%c3%b3ttvarnal%c3%a6knis-%20r%c3%adkisstj%c3%b3rn%203.%20okt.pdf Vonum að þetta verði bara í þessar tvær vikur. Íþróttabandalag Akranes
Breyting á kortum vegna lokunar
Hægt verður að framlengja þau kort sem í gildi eru um eina viku, vegna lokunar sem var í september á þreksölum. Þessa breytingu er hægt að gera til 7. október ekki eftir það. Íþróttabandalag Akranes