ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Allt íþróttastarf óheimilt frá 31.10.2020

Allt íþróttastarf óheimilt frá 31.10.2020

30/10/20

New Project

Eins og fram kemur í frétt á heimasíðu ÍSÍ þá eru hertar aðgerðir í sóttvörnum og taka gildi á miðnætti eða þann 31.10.2020

Aðgerðirnar byggja á tilmælum sóttvarnalæknis, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í dag. Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.  Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili. Þá kemur fram í reglugerðinni að ráðherra getur þó veitt undanþágu fyrir einstaka íþróttaviðburð svo sem alþjóðlega keppnisleiki.

Frétt af heimasíðu ÍSÍ

Samkvæmt þessu fellur allt íþróttastarf niður næstu 18 dagana hið minnsta.

Íþróttabandalagið hvetur aðildarfélög sín til þess að taka upp sömu iðju og í vor að vera með heimaæfingar fyrir sína iðkendur eins og hægt er.

Höldum áfram, verum bjartsýn og höfum orð foresta ÍSÍ að leiðarljósi “Hvetjum hvert annað áfram, sýnum tillitsemi, samstöðu og ábyrga hegðun“,

Íþróttabandalag Akranes

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content