Frí
Frí verður á æfingum fimmtudaginn 14. maí, uppstigningardag. Stelpuhópnum er boðið að koma á æfingu með 3. flokki í dag, mánudag. Sumarfrí hefst hjá öllum flokkum eftir Akranesmótið á sunnudag. Boðið verður upp á sumaræfingar fyrir eldri hópana í sumar.
Akranesmót og lokahóf
Akranesmótið fer fram sunnudaginn 17. maí í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Keppt verður í einliðaleik og tvíliðaleik í fjölskylduflokki. Mæting á keppnisstað er 9:15-9:30 og keppni hefst kl. 10. Lokahófið fer fram á Vesturgötunni kl. 18 og kostar 1000 kr. inn. Pizzuhlaðborð, verðlaunaafhending og happdrætti.
Páskafrí
Síðasta æfing fyrir páskafrí verður fimmtudaginn 26. mars. Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 7. apríl. Gleðilega páska.
Aðalfundur Badmintonfélags Akraness
Aðalfundur Badmintonfélags Akraness verður haldinn á Jaðarsbökkum miðvikudaginn 18. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Stelpuæfingar og Miniton
Minitonnámskeið fyrir 4-7 ára hefst sunnudaginn 15. febrúar. Skráning er í Nóra og kostar 6 vikna námskeið 3000 kr. Grunnatriðin í badminton kennd í gegnum leiki og þrautir.Nýjung í starfi Badmintonfélags Akraness, stelpuæfingar. Stelpuæfingar verða 1 sinni í viku (ásamt opnu æfingunum á sunnudögum) og eru æfingarnar ætlaðar stelpum á aldrinum 7-12 ára.Æfingarnar eru á […]
Skráning í Nóra
Við biðjum foreldra að ganga frá skráningu iðkenda í Nóra og greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst. Það vantar marga iðkendur í Nóra sem eru að mæta á æfingar. Ef foreldra vantar aðstoð við skráningu eða greiðslu æfingagjalda þá vinsamlega hafið samband við stjórn félagsins í gegnum tölvupóstinn ia.badmfelag@gmail.com.
Miniton
Sunnudaginn 16. nóvember hefst nýtt 6 vikna Minitonnámskeið. Miniton er ætlað börnum 4-8 ára og taka foreldrar þátt á æfingunum. Á námskeiðinu eru kennd grunnatriðin í badminton í gegnum þrautir og leiki. Þjálfari á námskeiðinu er Helgi Magnússon. Skráning fer fram í skráningakerfinu Nóra á ia.is og kostar námskeiðið 3000 kr. Skemmtilegt námskeið fyrir börn […]
6.-9.nóv.
Góðan dagFimmtudaginn 6. nóv. verður körfuboltaleikur á Vesturgötunni og því verða smávægilegar breytingar á æfingatímum hjá 1. og 2. flokki.2. flokkur æfir á Vesturgötu en hættir 10 mín. fyrr, sem sagt kl. 18.1. flokkur æfir á Jaðarsbökkum og byrjar æfingin 18:30 og er til 20:00.Trimm fellur niður þennan dag.
Breyttur æfingatími
ATH. breyttur æfingatími hjá öllum hópum á fimmtudögum. Vegna þjálfarmála var æfingatímum breytt hjá öllum hópum á fimmtudögum. Helgi Magnússon verður núna með æfingar hjá öllum hópum (nema trimm) á fimmtudögum. Æfingatímar á fimmtudögum verða eftirfarandi: 3. flokkur: 15:40-16:40 2. flokkur: 16:40-18:10 1. flokkur: 18:10-20:00 trimm: 20:00-21:00
Æfingar í badminton
Æfingar hjá öllum hópum Badmintonfélags Akraness hefjast í næstu viku. Æfingar eru á sömu dögum og síðasta vetur en athugið að tímasetningar eru breyttar. Minitonnámskeið fyrir 4-8 ára hefst sunnudaginn 7. september og fer skráning fram í Nóra. Þar gefst yngstu börnunum færi á að kynnast badminton í gegnum leiki og þrautir. Foreldrar taka þátt […]