Aðalfundur Badmintonfélags Akraness

Aðalfundur Badmintonfélags Akraness verður haldinn á Jaðarsbökkum 2. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Ef einhverjir hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins þá endilega hafið samband við Birgittu, formann, í síma 865-5730. Stjórnin

Fréttir af starfinu

Starfið hjá Badmintonfélagi Akraness fer vel af stað á 40 ára afmælisárinu. Félagið býður öllum börnum fæddum árið 2006 að koma og æfa badminton og fá allir nýir iðkendur spaða að gjöf. Nú þegar hafa nokkrir krakkar þekkst þetta boð og hafa byrjað að æfa badminton. Minitonnámskeiðið verður 10 vikna námskeið þessa vorönnina og hefst […]

Unglingamót Aftureldingar

Unglingamót Aftureldingar fór fram um helgina. 15 krakkar frá Akranesi og Borgarnesi tóku þátt í mótinu og stóðu þau sig öll mjög vel. Árangur á mótum í vetur hefur verið mjög góður og á því varð engin breyting núna.Í u13 varð María Rún Ellertsdóttir í 2. sæti í einliðaleik, í 2. sæti í tvíliðaleik með […]

Reykjavíkurmót barna og unglinga

Reykjavíkurmót barna og unglinga fór fram í TBR um helgina. ÍA átti 9 keppendur á þessu fyrsta unglingamóti vetrarins.Krakkarnir stóðu sig mjög vel og náðu 6 af 9 í undanúrslit og 3 komu heim með 6 verðlaun.Í u13 fékk María Rún silfur í tvíliðaleik. Í u15 varð Brynjar Már þrefaldur Reykjavíkurmeistari, sigraði í einliða-, tvíliða- […]

Foreldrafundur

Foreldrafundur verður haldinn þriðjudaginn 22. september kl. 20 á Jaðarsbökkum. Við hvetjum foreldra til að koma og fá upplýsingar um veturinn sem framundan er. Farið verður yfir mótamál, fjáraflanir, hnetufrítt íþróttahús og margt fleira.

Skráning í badminton

Nú eru æfingar komnar á fullt, enn er nóg pláss í hópunum hjá okkur og við hvetjum alla til að koma og prófa badminton. Skráning í badminton fer fram í Nóra á ia.is og þar er einnig gengið frá greiðslu æfingagjalda.

Miniton

Miniton námskeið hefst á sunnudag, 6. sept., og verður fyrsti tíminn kl. 11 á Jaðarsbökkum en annars kl. 12 á Vesturgötu. Miniton námskeiðið er 6 vikna námskeið fyrir 4-8 ára börn. Foreldrar taka virkan þátt í æfingum með börnum sínum. Þjálfari er Helgi Magnússon og kostar námskeiðið 3000 kr. og fá öll börn glaðning frá […]

Upphaf vetrarstarfs Badmintonfélags Akraness

Æfingatafla Badmintonfélags Akraness 2015-2016 Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Miniton 12:00-13:00 3. flokkur 13:00-15:00 14:40-15:40 14:30-15:30 2. flokkur 13:00-15:00 15:40-17:00 18:40-19:40 Útihl.17:30 15:30-17:00 1. flokkur 13:00-15:00 17:00-18:30 19:40-21:15 Útihl.17:30 17:00-19:00 Trimm 13:00-15:00 21:15-22:15 19:00-20:00 *Birt með fyrirvara um breytingar ATH Allar æfingar fara fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu Á sunnudögum eru opnar æfingar og þá […]