Fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýs fimleikahúss á Akranesi

Þann 27. ágúst sl. fengu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness og Guðmundur Claxton formaður Fimleikafélags Akraness þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna að nýju fimleikshúsi sem verður sambyggt íþróttahúsinu á Vesturgötu. Viðstödd skóflustunguna voru bæjarfulltrúar og starfsfólk Akraneskaupstaðar, fulltrúar Íþróttabandalagsins, fulltrúar og iðkendur Fimleikafélagsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Spennt ehf. sem er […]
Keila í vetur – gleði og gaman

Fimmtudaginn 6. sept. kl.16 ætlum við að hittast í keilunni, sjá földann, deila niður í hópa og finna æfingartíma sem hentar flestum. Við ætlum að hafa gleðina ríkjandi í vetur og hafa gaman að keilunni. Áætlað er að vera með þrjár æfingar fyrir eldri 8.-10. bekk en 1 klst. í senn. Yngri 5.-7. bekkur verður […]
Æfingar að hefjast hjá Klifurfélaginu

Æfingar hefjast í dag, mánudaginn 27. ágúst hjá Klifurfélaginu í aðstöðunni á Smiðjuloftinu. Skráning í klifur er í Nóra https://ia.felog.is/ Hópar eru að fyllast og því mikilvægt að bregðast skjótt við. Nánari upplýsingar á heimasíðu Klifurfélags ÍA Hér má sjá æfingatöflu Klif-A
Skráning hafin í hnefaleika

Skráning í hnefaleika hjá Hnefaleikafélagi Akraness er hafin í Nóra https://ia.felog.is/ Æfingatöflu er hægt að sjá á vef HAK eða með því að smella á myndina
FIMA – stundatafla haustannar 2018 – smá breyting

Stundatafla haustannar 2018 er endurbirt með örlitlum breytingum, líka hægt að skoða hér.
Æfingatímar og skráning í körfubolta

Vetrarstarf körfuknattleiksfélags ÍA er að hefjast, skráning og greiðsla æfingagjalda er í Nóra en leyfilegt er að prufa að æfa í 1 viku áður en ákvörðun er tekin um skráningu. Allar æfingar eru í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og verið ófeimin að hafa samband við Jón Þór Þórðarson yfirþjálfara ef það er eitthvað í tengslum við körfuboltastarfið […]
Opnar æfingar fyrir stráka hjá FIMA

Í næstu viku ætlar FIMA að vera með opnar strákaæfingar fyrir þá stráka sem vilja prufa að æfa fimleika. Strákar fæddir 2012-2010: æfingar þriðjudag 28 ágúst og fimmtudag 30 ágúst kl 14-15 í æfingahúsnæði félagsins við Dalbraut. Strákar fæddir 2009 og fyrr: æfingar þriðjudaginn 28 ágúst kl 15-16:30 og föstudaginn 31 ágúst 15:30-17 í æfingahúsnæði […]
Allir með í vetur!

Nú er íþróttastarf vetrarins að fara af stað hjá aðildarfélögum ÍA. Á heimasíðum aðildarfélaganna er að finna nánari upplýsingar um einstaka flokka, þjálfara, æfingagjöld ofl. Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer að langmestu leiti fram á internetinu í gegnum Nóra https://ia.felog.is/ og þar sést líka hvað er í boði fyrir hvern og einn. Ef þið viljið prófa einhverjar […]
Klifurhittingur á írskum dögum
Í tilefni af Írskum dögum á Akranesi standa Klifurfélag ÍA og Smiðjuloftið fyrir klifurhittingi fyrir óvana og byrjendur, laugardaginn 6. júlí. Hugmyndin er fyrst og fremst að fólk sem hefur gaman af því að reyna á sig hittist og skemmti sér saman. Klifraðar verða fjórar leiðir í ofanvaði (öryggislínu) á línuvegg Smiðjuloftsins og reyna klifrarar […]
Jónsmessuviðburðir ÍA, 21. júní.
Í tilefni af Jónsmessu stendur ÍA fyrir tveimur viðburðum á Akranesi fimmtudaginn 21. júní. Gönguferð um Innstavogsnes Genginn verður hringur um Innstavogsnes í fylgd Guðna Hannessonar. Lagt af stað frá bílastæði við gamla Innstavogsbæinn, aðkoma frá gamla þjóðvegi. Gangan hefst 19.30 og er áætluð um 90 mínútur. Sigling á kajökum Sigurfari, sjósportsfélag Akraness mun […]