Í tilefni af Jónsmessu stendur ÍA fyrir tveimur viðburðum á Akranesi fimmtudaginn 21. júní.
Gönguferð um Innstavogsnes
Genginn verður hringur um Innstavogsnes í fylgd Guðna Hannessonar. Lagt af stað frá bílastæði við gamla Innstavogsbæinn, aðkoma frá gamla þjóðvegi.
Gangan hefst 19.30 og er áætluð um 90 mínútur.
Sigling á kajökum
Sigurfari, sjósportsfélag Akraness mun bjóða öllum sem vilja að prófa kajaka í Höfðavík.
Hægt er að prófa kajaka að göngu lokinni eða milli kl 21:00 og 22:00