Kári – Fjarðabyggð: 3-1
Stórkostlegur sigur Káramanna gegn toppliði Fjarðarbyggðar 3-1.Káramenn tóku á móti efsta liði 3.deildar á Akranesi í kvöld og voru Káramenn staðráðnir fyrir leik að gefa allt í leikinn.Leikurinn byrjaði fjörlega og skiptust lið á að sækja, en Káramenn áttu eitt mjög gott færi strax í upphafi sem markvörður Fjarðabyggðar rétt varði boltann yfir þverslánna. Káramenn […]
Kári – Fjarðarbyggð föstudaginn 23.8 klukkan 18:30
Kári – Fjarðabyggð á Akranesi 23.8 klukkan 18:30.Eftir frábæran 2-5 sigur Káramanna á liði Víðis úr Garði er komið að því að taka á móti toppliði Fjarðabyggðar, en Káramenn sem voru eftir síðasta leik komnir úr fallsæti, eru aftur komnir á botninn, en bæði Grundarfjörður og Magni unnu sína leiki.Þó svo að liðin séu á […]
Vetrarstarfið að hefjast
Hnefaleikafélag Akraness mun hefja æfingar mánudaginn 19.ágúst. Í boði verða ýmis námskeið á mismunandi tímum. Endilega mætið og prufið því fyrsta æfingin er frí.
16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn Hornafirði.
Unglingalandsmótið árið 2013 er að þessu sinni á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Mótin hafa verið afar vinsæl og voru u.þ.b 2000 keppendur á síðasta mót á Selfossi. Keppnisgreinar verða: Frjálsar íþróttir,fimleikar,körfubolti,knattspyrna,motokross,glíma,golf,stafsetning, upplestur,skák,hestíþróttir og strandblak. Allir finna eitthvað við sitt hæfi og einungis er eitt keppnisgjald kr 6000. Allar skemmtanir og tjaldstæði eru frítt á […]
Kári – Huginn: 2-5 Umfjöllun
Kári – Huginn 2-5 (2-2)Káramenn áttu fínan fyrri hálfleik gegn toppliði Hugins og strax á 2 mínútu skoraði nýr leikmaður Kára Felix Hjálmarsson mark eftir mikið klafs í teig Hugins. Huginn skoraði svo álíka mark hinum meginn skömmu síðar. Huginn komst svo yfir 1-2 um miðjann leikinn með frábærri aukaspyrnu frá Marko Nikolic 10 metrum […]
Kári – Grundarfjörður 3.deild í kvöld klukkan 20:00
Vesturlandsslagur 3.deildar er á Akranesvelli í kvöld klukkan 20:00 þegar Káramenn mæta Grundarfirði, en bæði lið eru í fallbaráttu í deildinni og má því búast við hörkuleik, en liðin náðu bæði sigri í síðasta leik. Káramenn eru fyrir leikinn með 3 stig, en Grundarfjörður með 6 stig. Káramenn þurfa nauðsylega á 3 stigum að halda […]
Gengið á Guðfinnuþúfu 1 júlí
Gengið verður á Guðfinnuþúfu í Akrafjalli mánudaginn 1 júli kl 18:00 frá bílastæðinu við Akrafjall. Munum við koma fyrir nýrri gestabók í kassann góða.Sigurvegarar USK frá síðasta gönguári eru sérstaklega boðaðir í gönguna og hvetjum við sem flesta til að koma og ganga með okkur. Sjáumst hress og höfum gaman saman. Íslandi allt !
Vinna á skotsvæðinu miðvikudagskvöld
Á miðvikudag á að taka til hendinni og gróðursetja vænan slatta af trjáplöntum á skotsvæðinu. Byrjum ca. kl 19:30. Endilega mæta og aðstoða. Taka með góða skóflu.
Hæfnispróf fyrir hreíndýraveiðimenn
Skotfélag Akraness heldur hæfnispróf fyrir hreindýraveiðimenn. Reglur um prófið má finna á vef umhverfisstofnunar hreindyr.is .
Landsmót UMFÍ á Selfossi-Stærsta íþróttamót ársins
Búið er að opna fyrir skráningar á Landsmótið sem haldið verður á Selfossi helgina 4-7 júlí nk. Nú þegar hefur skráð sig sveit í skotfimi,einnig keppendur í lyftingum,stafsetningu og starfshlaupi svo eitthvað sé nefnt. Við viljum hvetja alla Skagamenn og nærsveitunga til að taka þátt og skrá sig. Mikil flóra er af keppnisgreinum og allir […]