Boccia á Sauðárkróki
Nú að afstöðnu Íslandsmeistaramóti í einstaklingskeppni sem haldin var á Sauðárkróki dagana 24-26 okt s.l. Góður árangur hjá okkar fólki sem öll gerðu sitt besta. Sigurður Smári Kristinsson keppandi í flokki BC 1-4 varði Íslandsmeistaratitil sinn. Til hamingju með árangurinn. Nánari úrslit má sjá á heimasíðu ÍF. slóðin er http;//www.ifsport.is
Erlingsmóti lokið
Tveir keppendur frá Þjóti á minningarmóti um Erling sundþjálfara í Laugardalslaug s.l. laugardag, þau Emma Rakel og Freyr. Þau stóðu sig vel og voru alveg við sitt besta. Flott hjá ykkur
Íslandsmót í Boccia
Nú stendur yfir Íslandsmót í einstaklingskeppni í Boccia á Sauðárkróki 24-27 okt. Þjótur á að þessu sinni 8 keppendur. Ásgeir, Addi, Anton. Lindberg Emma, Siggi, Jonni og Diddi. Þjálfarar eru Freyja og Siggi. Hópurinn stefnir auðvitað á að gera sitt besta eins og alltaf. Gangi ykkur vel.
Æfingabúðir HAK 5 og 6 október 2013.
Jæja, þá er komið að fyrstu æfingabúðum vetrarins. Þær verða haldnar í Ölveri helgina 5 – 6 okt (næstu helgi). Allir félagsmenn velkominr að mæta, við leggjum af stað frá íþróttahúsinu við Vesturgötu kl.09:00 á laugardags morguninn og verðum fram á seinnipart sunnudags. Það sem er gott að hafa með sér: Föt fyrir a.m.k 4 […]
góður árangur
Góður árangur hjá okkar konum á Fjarðarmótinu í sundi og kræktu þær í nokkur verðlaun. Áslaug brons í 50 bak Emma Rakel silfur í 50 skrið og brons í 50 bak Laufey María gull í 50 bak, brons í 100 skrið og brons í 100 fjór. Úrslit í heild sinni má sjá inni á http://fjordur.com
Fjarðarmótið í sundi
Fyrsta sundmót haustannar er Fjarðarmótið, haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Upphitun hefst kl 12 og keppni kl 13. Að þessu sinni fara þær Áslaug, Emma Rakel og Laufey María á mótið, þjálfari með þeim er Steinunn Traustadóttir. Gangi ykkur vel
Æfingagjöld
Ákveðið hefur verið að hækka æfingagjöld úr 10 þúsund í 12 þúsund fyrir hverja önn. Greiðsluseðlar verða sendir út í október.
ÍA meistarar meistaranna í keilu
Meistarakeppni KLÍ fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudaginn 11. september sl. Þar gerðu Skagamenn sér lítið fyrir og sigruðu bikarmeistara ÍR-KLS. Lið ÍA skipuðu þeir Sigurður Þorsteinn Guðmundsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson, Aron Fannar Benteinsson og Skúli Freyr Sigurðsson. Skúli Freyr Spilaði best hann spilaði 667 í þremur leikjum og átti einnig hæsta einstakan leik 259 […]
Kári – KFR næsta laugardag 14.9 klukkan 14:00 í Akraneshöll
Næsti leikur Káramanna er næsta laugardag klukkan 14:00 í Akraneshöll gegn KFR og er þetta síðasti leikur Káramanna í sumar og að öllum líkindum síðasti leikur Káramanna í 3.deildinni í bili.Fín úrslit í síðustu 4 leikjum þar sem Káramenn hafa unnið topplið Fjarðabyggðar og Víði Garði og gert jafntefli við Magna og Grundarfjörð dugir ekki […]
Kári – Magni Akraneshöll klukkan 16:00 á morgun laugardag
Káramenn vilja minna á leikinn á morgun í Akraneshöll klukkan 16:00.Þá mæta þeir leikmönnum Magna frá Grenivík, en með sigri er nánast öruggt að Káramenn komast úr fallsæti, en staðan í deildinni er ansi þétt í neðri hlutanum en 6 lið berjast nú um að halda sæti sínu í deildinni. Leikurinn er sá mikilvægasti í […]