Íþróttamaður Akraness 2013

Nú á þrettándanum var kjör á íþróttamanni Akraness þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir helstu afrek síðast liðins íþróttaárs. Þau Sigurður Smári Kristinsson (boccia) og Laufey María Vilhelmsdóttir (sund 400 m skrið í 25 og 50 m laug) urðu Íslandsmeistarar og hlutu þau viðurkenningar fyrir þau afrek. Laufey María var að auki tilnefnd til kjörs […]

Nýárssundmót barna og unglinga í dag

Nýárssundmót barna og unglinga verður haldið í dag í Laugardalslaug. Upphitun kl 14 og keppni hefst kl 15. Að þessu sinni fara 4 keppendur frá Þjóti, það eru Aldís Helga, Elís Aron, Helena og Ívar. Gangi ykkur vel.

Gleðilegt nýtt ár

Stjórn Þjóts sendir iðkendum, aðstandendum og velunnurum félagsins nýárskveðjur með þökkum fyrir árið sem liðið er. Hlökkum til að takast á við verkefni félagsins á nýju ári með ykkur.

Tilboð!

Tilboð á æfingagjöldum í Fitnessbox og Jálka, 1 mánuður á 5.000 kr. Tilboðið gildir til 15.janúar!

Æfingar að hefjast eftir jólafrí

Hnefaleikafélag Akraness hefur æfingar eftir jólafrí mánudaginn 6.janúar nk. Endilega kíktu á æfingu og brenndu jólasteikinni ! Allar nánari upplýsingar og stundatöflu finnur þú hér á heimasíðu okkar.

Myndataka fyrir dagatal og æfing með Tinnu Helgadóttur

Sæl og gleðileg jól!Myndatakan fyrir okkar árlega dagatal verður mánudaginn 30.des. kl. 16 og viljum við endilega fá ALLA IÐKENDUR félagins til að koma og sitja fyrir á hópmynd sem prýðir dagatalið.Allir verða að vera í gulum bol eða peysu, og auðvitað viljum við að þeir sem eiga nýja búninginn mæti í honum í myndatökuna. […]

Íslandsmóti ÍF í sundi lokið

Íslandsmót ÍF í 25 m laug var haldið nú helgina 23-24 nóvember. Mótið var haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. 5 keppendur tóku þátt frá Þjóti, þau Emma, Freyr, Laufey, Sindri og Stefán. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og voru að synda við sinn besta tíma og nokkrar bætingar í sundunum. Laufey María Vilhelmsdóttir […]

Villibráðakvöld 2013

Fyrirhugað er að halda villibráðakvöld þann 30 nóv n.k eða helgina eftir 7 des n.k Gaman væri að endurvekja þetta eins og var í gamla daga og búa til ógleymanlegt kvöld í góðra vina hópi.