ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íþróttamaður Akraness 2013

Íþróttamaður Akraness 2013

06/01/14

#2D2D33

Nú á þrettándanum var kjör á íþróttamanni Akraness þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir helstu afrek síðast liðins íþróttaárs.

Þau Sigurður Smári Kristinsson (boccia) og Laufey María Vilhelmsdóttir (sund 400 m skrið í 25 og 50 m laug) urðu Íslandsmeistarar og hlutu þau viðurkenningar fyrir þau afrek. Laufey María var að auki tilnefnd til kjörs á Íþróttamanni Akraness.

Íþróttamaður Akraness 2013 var kosinn Jakob Svavar Sigurðsson hestamaður, Valdís Þóra Jónsdóttir golfari í 2 sæti og Ágúst Júlíusson sundkappi í því 3ja.

Innilegar hamingjuóskir til alls þessa frambærilega íþróttafólks sem Akurnesingar eiga og lítum við björtum augum til framtíðar.

Sylvía B. Kristinsdóttir formaður Þjóts veitti 100.000 króna styrk frá Akraneskaupstað móttöku en sá styrkur er veittur þeim íþróttafélögum sem eignast Íslandsmeistara í fullorðinsflokki

Edit Content
Edit Content
Edit Content